Goðasteinn - 01.09.2018, Side 219
217
Goðasteinn 2018
Sveinn Sigurðsson
f. 5. apríl 1951 – d. 12. júní 2017
Sveinn Sigurðsson, húsasmíðameistari á Hvols-
velli var fæddur 5. apríl 1951 á Geldingalæk á Rang-
árvöllum, en uppalinn í Kastalabrekku frá fyrsta ári.
Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Guðný Sveins-
dóttir frá Þykkvabæjarklaustri, f. 17. maí 1931 og
Sigurður Jónsson frá Norðurhjáleigu í Álftaveri, f.
4. nóvember 1926, d. 9. nóvember 2009, bændur í
Kastalabrekku í Ásahreppi. Sveinn var elstur átta
systkina en hin eru: Þórunn f. 1954, Sigurveig Þóra
f. 1957, Hildur f. 1958, Bjarni f. 1961, d. 1985, Guðlaug f. 1965, Hjördís f. 1969
og Jóna f. 1970.
Sveinn kvæntist árið 1973 Gróu Ingólfsdóttur, f. 9. febrúar 1953 í Hafn-
arfirði. Sonur hennar er Sveinn Ægir Árnason sérsveitarmaður í lögreglunni,
f. 1969, faðir Árni Árnason. Sveinn er kvæntur Guðríði Jónu Örlygsdóttur
íþróttakennari, f. 1969 og eru börn þeirra Hafrún Sif sem á Kristófer Henry
Sláturhúsin á Hellu, Hvolsvelli og Selfossi fengu að njóta starfskrafta Sól-
veigar en lengst af vann hún í Gunnarsholti og þar vann hún allt þar til hún fór
á eftirlaun. Eins og áður hefur komið fram þá hafði Sólveig yndi af söng og
naut eldriborgarakórinn okkar Hringur söngraddar hennar, hin síðari ár. Hún
starfið í félagi eldri borgara af krafti eftir að hún hafði aldur til og ferðaðist um
landið og til útlanda bæði með þeim, Hringnum og Harmonikkufélagi Rang-
æinga. Hafði hún gaman af því að segja sögur af þessum ferðalögum sínum
og sýna ljósmyndirnar sem hún tók á þessum ferðum og leiddist engum undir
þeim sögum því hún sagði svo einstaklega skemmtilega frá.
Það var sjaldnast lognmolla í kringum hana Sólveigu og hún hafði ákveðnar
skoðanir og lá ekkert á þeim. Hún tók þátt í sveitarstjórnarmálum og átti .am.k.
tvisvar sæti á lista óháðra hér í sveit.
Hún veiktist alvarlega fyrir rúmlega ári síðan og fljótlega kom í ljós að hún
væri að leggja upp í sína síðustu ferð. Hún dvaldi um tíma á hjúkrunarheimli
í Vík svo kom hún og dvaldi síðustu mánuðina sína í besta atlæti á Lundi.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir