Goðasteinn - 01.09.2018, Page 220
218
Goðasteinn 2018
Skúlason, Hjalti Rafn og Helga Signý. Börn Sveins og Gróu eru: 1) Steinunn
Guðný hjúkrunarfræðingur, f. 1973, eiginmaður hennar er Stefán Karl Segatta
viðsk.fr., f. 1969. Börn þeirra eru Orri Sveinn, Heiðdís Huld og Ævar Daði. 2)
Hildur Kristín sjúkraþjálfari, f. 1977, eiginmaður hennar er Guðmundur Jóns-
son framkv.stj., f. 1973. Börn þeirra eru Jón Arnór, Védís Gróa og Daníel Ari
3) Sigurður Bjarni framkv.stj., f. 1987, eiginkona hans er Tatiana Kostrikina,
f. 1985 í Rússlandi.
Sveinn lærði trésmíðar í Iðnskólanum á Selfossi og lauk því námi fyrir tvítugt
og tók síðar meistarapróf. Hann var einn af stofnendum Byggingaþjónustunnar
á Hvolsvelli og seinna Byggingafélagsins Áss. Eftir að Ás hætti starfsemi sneri
hann sér aftur að rekstri Byggingaþjónustunnar sem hann rak fram til síðasta
dags. Hann var verslunarstjóri í Húsasmiðjunni á Hvolsvelli í nokkur ár auk
þess sem hann sinnti tryggingamati fyrir Vátryggingafélag Íslands um langt
árabil. Sveinn átti stóran þátt í uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækisins Midg-
ard Adventure á Hvolsvelli og var einn eigenda þess.
Sveinn var sérlega hlýr, hæfur og fær verkmaður og völundur á sínu sviði.
Hindranir og illleysanleg verk sem menn óhjákvæmilega standa stundum
frammi fyrir virtust ekki vefjast sérlega fyrir Sveini. Hann var íhugull og út-
sjónarsamur, tók sér tíma í að velta fyrir sér greiðustu leið til lausna og árang-
urs og réðst svo til atlögu. Hann hafði einstaklega gott lag á samverkamönnum
sínum, hvatti þá til dáða án þess að mörg orð féllu, heldur gerði það í rólyndi
sínu og verkfestu og einstakri lagni.
Sveinn átti sér mörg áhugamál og tók þátt í ýmsum félagstörfum. Hann
var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Dímonar og Björgunarsveitarinnar
Dagrenningar og sinnti formennsku í Ungmennafélagi Ásahrepps. Hann hafði
mikinn áhuga á útivist og störfum Björgunarsveitarinnar, einnig fiskeldi og
veiði og þá sérstaklega í sæluríki fjölskyldunnar í Þúfuveri. Hann var flug-
áhugamaður, var með einkaflugmannspróf og átti lengi hlut í flugvél. Sveinn
stundaði einnig golf alla tíð og var virkur félagi í GHR.
Foreldrar Gróu eru Ingólfur Eggertsson vélstjóri í Hafnafirði og Sveinsína
Guðmundsdóttir húsfreyja frá Berserkjahrauni í Helgafellssvit á Snæfellsnesi.
Fósturfaðir Gróu var Ægir Breiðfjörð Friðleifsson frá eins árs aldri. Þakkir
til starfsfólks heilsugælunnar þeirra Ólafar Árnadóttur hjúkrunarfræðings og
Björns Björnssonar
Útför Sveins var gerð frá Stórólfshvolskirkju 23. júní 2017.
Sr. Önundur Björnsson