Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 26

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 26
24 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Upphaf vélbátaútgerðar í Ólafsvík Gísli Ágúst Gunnlaugsson sagnfræðingur Bók um sögu Ólafsvíkur kom út á 300 ára verslunarafmæli bæj- arins árið 1987 eftir þann merka sagnfræðing Gísla Agúst Gunn- laugsson. Gísli, sem fenginn var til að skrifa bókina af afmælis- nefnd Ólafsvíkurkaupstaðar, dó langt um aldur fram. Hann skrif- ar þar m.a. um upphaf vélbátaút- gerðar í Ólafsvík. Eins og fram kemur í bókinni þá var íyrst sett vél í bát á íslandi árið 1902, en strax árið eftir eru Ólsarar farnir að huga að þessu mikla framfara- máli. Gefúm Gísla orðið: Mikil bylting varð í íslenskum sjávarútvegi á fyrsta áratugi þessar- ar aldar; Hafin var vélvæðing bátaflotans og togaraútgerð hófst; en hún setti ekki svip sinn á út- gerðarsögu Ólafsvíkur fyrr en á áttunda áratugi þessarar aldar. Öðru máli gegndi um vélbátaút- gerðina. Fyrst var sett vél í bát hér á landi 1902 og þá á Isafirði. Á næstu árum voru vélar settar í fjölmörg áraskip víðsvegar um land, enda kom brátt í ljós að á þessum fleytum, þótt litlar væru, mátti sækja lengra og afla meira en á þeim vélarlausum. Fyrir há- seta fylgdi vélunum það hagræði að nú lagðist seigdrepandi róður- inn að mestu af. Nú eru þeir fáir sem muna eftir vélbátaútgerð í Ólafsvík fyrr en um 1930. Tilraunir til vélbátaút- gerðar voru þó gerðar þar miklu fyrr, eins og nú skal að vikið. Eft- irfarandi frásögn af vélbátaútgerð í Ólafsvík er skráð eftir heimildum Lúðvíks Kristjánssonar sagnfræð- ings, en upplýsingum sínum safn- aði hann með viðtölum við menn fyrr á öldinni, einkum Þorkel Guðbrandsson. Þá er hér stuðst við tvær aðrar heimildir: Dagbæk- ur Magnúsar Kristjánssonar frá Skógarnesi ytra sem fluttist til Ólafsvíkur árið 1901, en þær eru varðveittar í handritadeild Lands- bókasafns, og samantekt Ottós Alberts Árnasonar, „Nokkur minnisatriði úr sögu Ólafsvíkur“, sem afkomendur hans létu höf- undi í té. Geysir smíðaður Ólsarar tóku fljótt við sér hvað varðar vélbátaútgerð, því að haustið 1903 urðu þeir Guðbjart- ur Kristjánsson, seinna bóndi á Hjarðarfelli, Haraldur Schou, Kristján Guðmundsson frá Helln- um, Jón Brynjólfsson úr Vestur- eyjum og Þorkell Guðbrandsson, síðar mágur Gðbjarts, ásáttir um að láta smíða fyrir sig bát og fá í hann vél. Tveir þeirra félaga, og var Þor- kell annar þeirra, fóru suður til Reykjavíkur haustið 1903. Þar höfðu þeir samband við Bjarna Þorkelsson skipasmið. Bjarni var föðurbróðir Þorkels, og hafði áður verið búsettur í Ólafsvík og starf- að þar að bátasmíðum. Hann var fyrsti Islendingurinn sem fékk umboð til að selja bátavélar. Voru þær danskar og kenndar við Möll- erup. Sömdu nú Ólsarar við Bjarna um að hann smíðaði fyrir þá bát og seldi þeim jafnframt vél í hann. Var báturinn pantaður á nafn Þor- kels og átti að kosta 3200 kr. Öll upphæðin var tekin að láni til óá- kveðins tíma í Landsbankanum. Annaðist Bjarni alla milligöngu við lántökuna og naut þar velvilja og skilnings Tryggva bankastjóra Gunnarssonar. Eins og greint var frá fyrr í þess- urn kafla hafði Bjami um nokkurt skeið þreifað sig áfram með nýtt lag á bátum svo þeir væru í senn örskreiðir, en verðu sig samtímis vel fyrir sjó. Var bátur Ólsara með þessu lagi og hefur að líkindum verið með alfyrstu bátum sem smíðaðir voru undir vél hér á landi. Báturinn, sem hlaut nafnið Geysir, kom til Stykkishólms með gufuskipinu Vestu í júnímánuði 1904. Geysir var álíka stór og teinæringur, þ.e. 3-4 smálestir. Báturinn var opinn nema hvað blikkhús var yfir vélinni sem var sex hesta Möllerup-vél. Danskur vélamaður kom með bátnum og reri í vikutíma með eigendum til að kenna þeim að fara með vélina, en eftir þann tíma kom það eink- um í hlut Kristjáns Guðmunds- sonar að annast hana. Hlutur 700 kr Geysi var haldið til fiskjar sum- arið 1904 og sumarið 1905 frá maímánuði til ágústloka. Svo sem venja var í Ólafsvík var Geysir tekinn upp eftir róðra, enda hafn- araðstaða engin. Báturinn var að sjálfsögðu mun þyngri en teinær- ingur vegna vélarinnar og var hann því tekinn upp með spili sem var staðsett fyrir handan og ofan verslunarhúsin gömlu. Til marks um aflabrögð á bátnum má geta þess að síðara sumarið sem hann var gerður út frá Ólafsvík var hluturinn 700 kr frá maí til ágústloka. Eigendur bátsins voru allir við útgerðina, sumir á sjó, aðrir við beitingu í landi, en veitt var með línu, sem var um 2000 önglar, en styttri ef hlaðburður var af afla. Róið var grunnt í Djúpið og lengst af kappfiski. Aflinn var einkum þorskur, en stundum brá svo við að hlaðafli fékkst af ýsu. Auk eigenda unnu tveir auka- menn við útgerðina, einkum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.