Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 26
24
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
Upphaf vélbátaútgerðar í Ólafsvík
Gísli Ágúst Gunnlaugsson sagnfræðingur
Bók um sögu Ólafsvíkur kom
út á 300 ára verslunarafmæli bæj-
arins árið 1987 eftir þann merka
sagnfræðing Gísla Agúst Gunn-
laugsson. Gísli, sem fenginn var
til að skrifa bókina af afmælis-
nefnd Ólafsvíkurkaupstaðar, dó
langt um aldur fram. Hann skrif-
ar þar m.a. um upphaf vélbátaút-
gerðar í Ólafsvík. Eins og fram
kemur í bókinni þá var íyrst sett
vél í bát á íslandi árið 1902, en
strax árið eftir eru Ólsarar farnir
að huga að þessu mikla framfara-
máli. Gefúm Gísla orðið:
Mikil bylting varð í íslenskum
sjávarútvegi á fyrsta áratugi þessar-
ar aldar; Hafin var vélvæðing
bátaflotans og togaraútgerð hófst;
en hún setti ekki svip sinn á út-
gerðarsögu Ólafsvíkur fyrr en á
áttunda áratugi þessarar aldar.
Öðru máli gegndi um vélbátaút-
gerðina.
Fyrst var sett vél í bát hér á
landi 1902 og þá á Isafirði. Á
næstu árum voru vélar settar í
fjölmörg áraskip víðsvegar um
land, enda kom brátt í ljós að á
þessum fleytum, þótt litlar væru,
mátti sækja lengra og afla meira
en á þeim vélarlausum. Fyrir há-
seta fylgdi vélunum það hagræði
að nú lagðist seigdrepandi róður-
inn að mestu af.
Nú eru þeir fáir sem muna eftir
vélbátaútgerð í Ólafsvík fyrr en
um 1930. Tilraunir til vélbátaút-
gerðar voru þó gerðar þar miklu
fyrr, eins og nú skal að vikið. Eft-
irfarandi frásögn af vélbátaútgerð í
Ólafsvík er skráð eftir heimildum
Lúðvíks Kristjánssonar sagnfræð-
ings, en upplýsingum sínum safn-
aði hann með viðtölum við menn
fyrr á öldinni, einkum Þorkel
Guðbrandsson. Þá er hér stuðst
við tvær aðrar heimildir: Dagbæk-
ur Magnúsar Kristjánssonar frá
Skógarnesi ytra sem fluttist til
Ólafsvíkur árið 1901, en þær eru
varðveittar í handritadeild Lands-
bókasafns, og samantekt Ottós
Alberts Árnasonar, „Nokkur
minnisatriði úr sögu Ólafsvíkur“,
sem afkomendur hans létu höf-
undi í té.
Geysir smíðaður
Ólsarar tóku fljótt við sér hvað
varðar vélbátaútgerð, því að
haustið 1903 urðu þeir Guðbjart-
ur Kristjánsson, seinna bóndi á
Hjarðarfelli, Haraldur Schou,
Kristján Guðmundsson frá Helln-
um, Jón Brynjólfsson úr Vestur-
eyjum og Þorkell Guðbrandsson,
síðar mágur Gðbjarts, ásáttir um
að láta smíða fyrir sig bát og fá í
hann vél.
Tveir þeirra félaga, og var Þor-
kell annar þeirra, fóru suður til
Reykjavíkur haustið 1903. Þar
höfðu þeir samband við Bjarna
Þorkelsson skipasmið. Bjarni var
föðurbróðir Þorkels, og hafði áður
verið búsettur í Ólafsvík og starf-
að þar að bátasmíðum. Hann var
fyrsti Islendingurinn sem fékk
umboð til að selja bátavélar. Voru
þær danskar og kenndar við Möll-
erup.
Sömdu nú Ólsarar við Bjarna
um að hann smíðaði fyrir þá bát
og seldi þeim jafnframt vél í hann.
Var báturinn pantaður á nafn Þor-
kels og átti að kosta 3200 kr. Öll
upphæðin var tekin að láni til óá-
kveðins tíma í Landsbankanum.
Annaðist Bjarni alla milligöngu
við lántökuna og naut þar velvilja
og skilnings Tryggva bankastjóra
Gunnarssonar.
Eins og greint var frá fyrr í þess-
urn kafla hafði Bjami um nokkurt
skeið þreifað sig áfram með nýtt
lag á bátum svo þeir væru í senn
örskreiðir, en verðu sig samtímis
vel fyrir sjó. Var bátur Ólsara með
þessu lagi og hefur að líkindum
verið með alfyrstu bátum sem
smíðaðir voru undir vél hér á
landi.
Báturinn, sem hlaut nafnið
Geysir, kom til Stykkishólms með
gufuskipinu Vestu í júnímánuði
1904. Geysir var álíka stór og
teinæringur, þ.e. 3-4 smálestir.
Báturinn var opinn nema hvað
blikkhús var yfir vélinni sem var
sex hesta Möllerup-vél. Danskur
vélamaður kom með bátnum og
reri í vikutíma með eigendum til
að kenna þeim að fara með vélina,
en eftir þann tíma kom það eink-
um í hlut Kristjáns Guðmunds-
sonar að annast hana.
Hlutur 700 kr
Geysi var haldið til fiskjar sum-
arið 1904 og sumarið 1905 frá
maímánuði til ágústloka. Svo sem
venja var í Ólafsvík var Geysir
tekinn upp eftir róðra, enda hafn-
araðstaða engin. Báturinn var að
sjálfsögðu mun þyngri en teinær-
ingur vegna vélarinnar og var
hann því tekinn upp með spili
sem var staðsett fyrir handan og
ofan verslunarhúsin gömlu. Til
marks um aflabrögð á bátnum má
geta þess að síðara sumarið sem
hann var gerður út frá Ólafsvík
var hluturinn 700 kr frá maí til
ágústloka.
Eigendur bátsins voru allir við
útgerðina, sumir á sjó, aðrir við
beitingu í landi, en veitt var með
línu, sem var um 2000 önglar, en
styttri ef hlaðburður var af afla.
Róið var grunnt í Djúpið og
lengst af kappfiski. Aflinn var
einkum þorskur, en stundum brá
svo við að hlaðafli fékkst af ýsu.
Auk eigenda unnu tveir auka-
menn við útgerðina, einkum við