Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 41
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
39
staður okkar og einnig var mötu-
neytið líka í húsi á Hólanesinu.
Þegar við svo fórum frá Skaga-
strönd um haustið þá nánast grétu
starfsstúlkurnar í mötuneytinu
yfir því að missa okkur í burtu.
Verkalýðsmál
A Djúpuvík var stofnað verka-
lýðsfélag 1935. Það var vel haldið
á málum í verkalýðsbaráttunni og
náð góðum árangri. Við vorum
alltaf með toppsamninga og hjá
okkur var hærra kaup en víðast
var á landinu. Með sama vaktafyr-
irkomulag og kaup og Siglfirðing-
ar og við fylgdum þeim eftir.
Verksmiðjueigendur reyndu að
halda kaupinu niðri eins og þeim
tókst að gera í Reykjavík. Þetta
kostaði nokkur átök. Einu sinni lá
við að verkfall skylli á en þá var
fenginn sáttasemjari og hann náði
sáttum. Eg var kosinn formaður
verkalýðsfélagsins 1946. Það voru
kommarnir í félaginu sem kusu
mig. Við vorum nokkuð margir
þarna ungkommarnir. Komu
flestir frá sjálfstæðisflokksheimil-
um. Það var lítið um „pabba-
drengi“.
Á Hvalfjarðarsíldin
Haustið 1946, eftir Skaga-
strandarvistina, fer ég til Akureyr-
ar í flugnám en þá var ég ákveð-
inn í að verða flugmaður, en þessi
grein heillaði marga unga menn á
þessum árum. Tók þar einn kúrs
og ætlaði síðan til Bandaríkjanna í
skóla þar en ég fékk ekki gjaldeyri
sem ekki lá á lausu eins og núna.
Þá gerist það að á Sundunum í
Reykjavík fer að veiðast mikil síld
og ég ræð mig á síldarbát. Þetta er
upphafið að Sunda- og Hvalfjarð-
arsíldinni. Ég ræð mig á 100 lesta
Svíþjóðarbát sem hét Andvari og
við fiskuðum mikið. Ég hætti svo
við flugið og var síðan á sjónum.
Sumarið eftir ræð ég mig á bát
frá Akranesi sem hét Sigrún en
það var alveg nýr bátur. Það gekk
illa þetta sumar og báturinn hætti
í ágúst og við tveir félagar mínir
förum á sænska þrímastraða
skonnortu sem hét Trinited og
vorum á reknetum fyrir Norður-
landi. Utgerðarstjóri og fiskilóðs á
þessu skipi var Jón nokkur
Franklín. Mér er minnisstætt þeg-
ar lokin voru að koma um haustið
og við lágum inni á Raufarhöfn í
brælu, að Jón verður órólegur og
vill að skipstjórinn fari út. Það var
bölvuð bræla fyrir utan svo það er
ákveðið að fara bara til Siglufjarð-
ar. Þegar komið var vel út úr
höfninni biður Jón mannskapinn
að hífa upp öll segl. Jón stóð við
stýrið og skipaði fyrir. Skipstjór-
inn sást hvergi. Þetta var ævin-
týralegt ferðalag og við sigldum
framúr nokkrum bátum sem voru
á leið vestureftir. Ég gleymi því
ekki hve marraði í skipinu á þess-
ari siglingu og hvað var gaman að
vera þarna um borð, sjá ánægju-
svipinn á Jóni sem ekki yfirgaf
rattið og hvað skonnortan fleygð-
ist áfran með báruföldunum.
Ég fer til Reykjavíkur og ræð
mig á Helgu RE 49 hjá Ármanni
Friðrikssyni skipstjóra. Það hafði
K.G. fiskverkun ehf.
fiskvinnsla - útgerð - söltuð flök