Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 41

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 41
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 39 staður okkar og einnig var mötu- neytið líka í húsi á Hólanesinu. Þegar við svo fórum frá Skaga- strönd um haustið þá nánast grétu starfsstúlkurnar í mötuneytinu yfir því að missa okkur í burtu. Verkalýðsmál A Djúpuvík var stofnað verka- lýðsfélag 1935. Það var vel haldið á málum í verkalýðsbaráttunni og náð góðum árangri. Við vorum alltaf með toppsamninga og hjá okkur var hærra kaup en víðast var á landinu. Með sama vaktafyr- irkomulag og kaup og Siglfirðing- ar og við fylgdum þeim eftir. Verksmiðjueigendur reyndu að halda kaupinu niðri eins og þeim tókst að gera í Reykjavík. Þetta kostaði nokkur átök. Einu sinni lá við að verkfall skylli á en þá var fenginn sáttasemjari og hann náði sáttum. Eg var kosinn formaður verkalýðsfélagsins 1946. Það voru kommarnir í félaginu sem kusu mig. Við vorum nokkuð margir þarna ungkommarnir. Komu flestir frá sjálfstæðisflokksheimil- um. Það var lítið um „pabba- drengi“. Á Hvalfjarðarsíldin Haustið 1946, eftir Skaga- strandarvistina, fer ég til Akureyr- ar í flugnám en þá var ég ákveð- inn í að verða flugmaður, en þessi grein heillaði marga unga menn á þessum árum. Tók þar einn kúrs og ætlaði síðan til Bandaríkjanna í skóla þar en ég fékk ekki gjaldeyri sem ekki lá á lausu eins og núna. Þá gerist það að á Sundunum í Reykjavík fer að veiðast mikil síld og ég ræð mig á síldarbát. Þetta er upphafið að Sunda- og Hvalfjarð- arsíldinni. Ég ræð mig á 100 lesta Svíþjóðarbát sem hét Andvari og við fiskuðum mikið. Ég hætti svo við flugið og var síðan á sjónum. Sumarið eftir ræð ég mig á bát frá Akranesi sem hét Sigrún en það var alveg nýr bátur. Það gekk illa þetta sumar og báturinn hætti í ágúst og við tveir félagar mínir förum á sænska þrímastraða skonnortu sem hét Trinited og vorum á reknetum fyrir Norður- landi. Utgerðarstjóri og fiskilóðs á þessu skipi var Jón nokkur Franklín. Mér er minnisstætt þeg- ar lokin voru að koma um haustið og við lágum inni á Raufarhöfn í brælu, að Jón verður órólegur og vill að skipstjórinn fari út. Það var bölvuð bræla fyrir utan svo það er ákveðið að fara bara til Siglufjarð- ar. Þegar komið var vel út úr höfninni biður Jón mannskapinn að hífa upp öll segl. Jón stóð við stýrið og skipaði fyrir. Skipstjór- inn sást hvergi. Þetta var ævin- týralegt ferðalag og við sigldum framúr nokkrum bátum sem voru á leið vestureftir. Ég gleymi því ekki hve marraði í skipinu á þess- ari siglingu og hvað var gaman að vera þarna um borð, sjá ánægju- svipinn á Jóni sem ekki yfirgaf rattið og hvað skonnortan fleygð- ist áfran með báruföldunum. Ég fer til Reykjavíkur og ræð mig á Helgu RE 49 hjá Ármanni Friðrikssyni skipstjóra. Það hafði K.G. fiskverkun ehf. fiskvinnsla - útgerð - söltuð flök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.