Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 74

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 74
72 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Samdráttur á Vesturlandi Verulegur samdráttur hefur ver- ið í lönduðum afla á Vesturlandi. Nokkrir þættir ráða þar mestu, breytt eignaraðild að stærsta sjáv- arútvegsfyrirtækinu, hrun hörpu- diskstofnsins í Breiðafirði, breytt göngumynstur loðnu og/eða of- veiði á henni svo nokkrir stórir liðir séu nefndir. Einnig er fyrir- sjáanlegur samdráttur í rækju- vinnslu á þessu ári. Fiskafli sem landað er á Vesturlandi er að stór- um hluta unninn annarstaðar, þ.e. fiskurinn er fluttur í aðra lands- hluta til vinnslu. Hér eru dæmi um 4 aðal botnfisktegundirnar: Þorskur; 30% unnin í vinnslu á Vesturlandi 70% flutt burt, ýsan; þar er aðeins 24,2% unnin á Vest- urlandi, ufsi; 33,7% unnin hér en karfinn hefur sérstöðu þar sem tæp 70% eru unnin á Vesturlandi. Stærstur hluti hans er fluttur á höfuðborgarsvæðið og Suðurnes. Skýring sú sem gefin er fyrir þess- um miklu fiskflutningum, að ná- lægðin við Keflavíkurflugvöll gefi þetta samkeppnisforskot, er röng að mínu áliti. Hræðsluáróður alþingismanna Allmargir þættir valda því að fiskurinn er fluttur burtu af svæð- inu. Eg set þá upp í tímaröð: Verulegur samdráttur í leyfilegum þorskafla, útgerð og fiskvinnsla við Breiðafjörð var að stórum hluta byggð upp á þorskveiðum og saltfiskvinnslu. Tveimur stærstu frystihúsunum var breytt í rækjuvinnslur og bol- fiskvinnslan og kvótinn fluttur norður í land þó svo að rækjan veiðist fyrir norðan land. Þar réði einhvers konar byggðastefna Byggðastofnunar í pólitík. Sam- eining fyrirtækja á Akranesi. Fólksfækkun í byggðalögunum á Snæfellsnesi. Grunninnviðir s.s framhaldsskóli var ekki á Snæfells- snesi, Hræðsluáróður ákveðinna al- þingismanna. Fagmenntað fisk- vinnslufólk ekki til. Fiskvinnslu- skólinn ekki starfræktur, skortur á starfsfólki, skortur á húsnæði, tak- mörkun á innflutningi vinnuafls og harðari reglur um innflutning vinnuafls hér en á höfuðborgar- svæðinu og á stóriðjusvæðum. Skortur á frumkvöðlum. Unga fólkið kemur ekki til baka að námi Ioknu. Fólki fjölgar Fiskvinnslur á Vesturlandi sem hafa leyfi frá Fiskistofu til fryst- ingar, ferskfisk- og eða saltfisk- vinnslu eru: Akranes 2, Stykkis- hólmur 3, Grundafjörður 7, Ólafsvík 2 og Rif/Hellissandur 3 . Á landinu öllu eru á þriðja hund- rað sambærileg leyfi í gangi. Við lauslega skoðun mína þá virðist það eignarform, sem mestan stöð- ugleika sýnir á svæðinu vera einkaeign. Sameignar og opin hlutafélagseignaform hafa frekar horfið af sjónarsviðinu. Fisk- vinnslan á Vesturlandi hefur ekki nýtt sér það hráefni sem næst henni er. Eg hef reynt að útskýra orsakir í fortíð. En hvað með framtíðina. Fjölmargir þættir í innviðum samfélgsins hafa batn- að.Vegakerfið hefur tekið stórstíg- um framförum allra síðustu ár. Fólki fjölgar aftur í byggðalögun- um. Framhaldsskólakerfi er í upp- byggingu á Vesturlandi. Banka- kerfið er komið inn í nútímann. Vesturland norðan stóriðju Vesturland norðan stóriðju get- ur og á að gera út á sína sérstöðu. Utgerðin hefur verið að þróast mjög mikið á allra síðustu árum, stóraukinn línuútgerð, sérhæfing dragnótabáta og minni, spar- neytnari togskip. Þessi þróun hef- ur orðið til þess að afli berst jafnar að landi og er miklu betri að gæð- um en áður var. Stórir vertíðar- toppar eru ekki lengur til staðar. Fiskvinnslan hefur einnig þróast, framleiðslan er í auknu mæli eftir kröfu markaðarins, þó nokkur framför hefur verið í fiskvinnslu- búnaði, og miklar væntingar eru um tæknibúnað sem mun leysa mannshöndina af hólmi í erfið- ustu störfunum. Sérstaða svæðis- ins er nokkur, sérstaklega á norð- anverðu Vesturlandi. Á ég þá við Snæfsllsnes og Breiðafjörð. Þjóð- garðurinn á Snæfellssnesi og inn- anverður Breiðafjörður, sem er verndaður með sérstökum lögum, geta ef rétt er á málum haldið nýst sjávarútvegnum til sóknar á er- lendum mörkuðum. Lokaorð Vaxandi krafa um sjálfbærni auðlindanna og vendun sérstakrar náttúru er til staðar við Snæfells- nes og Breiðafjörð. Utgerðarmenn og sjómenn hafa í áratugi lagt sjálfviljugir á sig bann við flestum veiðum á Breiðafirði og voru frumkvöðlar í verndun hrygning- arstöðva þorsksins fyrir nærri 40 árum. Erlendir kaupendur, þá sérstak- lega stóru verslunarkeðjurnar, leggja orðið verulega upp úr að sýnast ábyrg í innkaupum. Sjómcnn! Tif framincjju mcð datjinu Félag skipstjórnarmanna

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.