Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 4

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 4
2 Sjóraannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Pétur Steinar jóhannsson Lesendur góðir! Við höfum frá öndverðu notið nálægðar við fiskimiðin í ríkum mæli og ávallt reynt að nýta okkur það. Engin önnur stétt en sjó- menn og það fólk sem fiskinn vinnur í landi hefur átt eins mik- inn þátt í að byggja upp þá miklu velmegun sem landsmenn hafa búið við á síðustu áratugum. Sjór- inn er og verður undirstöðu at- vinnuvegur þjóðarinnar og vel- megun hennar byggist á sjónum hvað sem hver segir. Það kemur alltaf í Ijós betur og betur, þótt aðar atvinnugreinar hafi sótt á. Sjávarútvegurinn hefur búið við miklar sveiflur nú á liðnum árum. Við hér á Snæfellsnesi finnum svo sannarlega fyrir því. Bæjarfélög- unum hér á Snæfellsnesi munar um það þegar sjávarútvegsráð- herra gefur það út að minnka eigi þorskvótann um 30 prósent eins og gert var á síðastliðnu ári og þannig verði svo áfram næsta ár. Samkvæmt spám fiskifræðinga HAFRO er, að þeirra sögn, þorskstofninn enn í sögulegu íág- marki. Það er gömul saga og ný frá því að þetta kvótakerfi var tek- ið upp 1984, að á ráðleggingar reyndustu sjómanna er ekki hlust- að. Bæði skipstjórar frystitogara sem og minni fiskiskipa segja nú meiri fisk í sjónum en á sl. ári. Hvers vegna má ckki hafa 200 þús. lesta jafnstöðuafla í fjögur ár? Það hefur komið fram að Snæ- fellsbær er stærsti útgerðarbærinn á landinu ef miðað er við fjölda báta, þó fækkun hafi orðið á sl. árum. Mjög öflugir bátar hafa bæst í flotann okkar frá síðasta sjómannadegi og það er vel. Við í bæjarfélögunum á Snæfellsnesi eigum allt okkar undir því að sjó- menn beri afla að landi um ókomin ár. Við eigum góð fyrir- tæki í sjávarútvegi og geta má þess að eitt fyrirtæki bættist við fisk- vinnsluna á árinu í Ólafsvík, en það voru eigendur Egils SH 95, sem hófu saltfiskverkun og er þeim hér með óskað til hamingju með það. Efni Sjómannadagsblaðsins í ár er fjölbreytt að vanda. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup ritar hug- vekju og eru honum færðar bestu þakkir, Viðtal er við aflamanninn Guðmund Kristjónsson í Ólafsvík um æskuna og sjómennskuna. Guðmundur hefur frá mörgu að segja frá sínum sjómannsferli og það er engin lognmolla í kringum hann. Þá segir Jóhann Long Ingi- bergsson vélstjóri frá Hellissandi sína sögu, en hann er búinn að lifa rímana tvenna á sjónum. Hann byrjaði sem kyndari á síðu- togurunum og sigldi öll stríðsárin og var svo síðar á aflabátnum Skarðsvík með Sigurði Kristjóns- syni skipstjóra. Viðtal er við þá feðga Bárð Guðmundsson og son hans Þorstein um útgerðarsögu þeirra, en enginn bilbugur er á þeim þótt samdráttur sé í fiskveið- um, en þeir stunda kraftmikla línuútgerð frá Ólafsvík. Guð- mundur Björnsson fyrrverandi forstjóri Hraðfrystihúss Ólafsvík- ur segir frá sínum tíma í Ólafsvík í fróðlegri grein. HÓ var stór vinnuveitandi til lands og sjávar en Guðmundur stjórnaði HÓ í 16 ár. Þá eru fleiri greinar og sög- ur um menn og málefni m.a. um trollárin í Ólafsvík, sem Guðlaug- ur Wiium skrifar. Gísli Bjarnason skrifar skemmtilega grein um Stýrimannaskólann í Reykjavík og þær hugmyndir sem hann hefur að námi loknu en stefnan hjá honum er sett í brúna á stóru skemmtiferðaskipi. Hulda Skúla- dóttir skrifar fróðlega grein um Slysavarnadeildina Helgu Bárðar- dóttur í tilefni 40 ára afmælis deildarinnar 2006. Efni og myndir frá sjómanna- dögum í útgerðarbæjunum á Snæfellsnesi er í blaðinu. Blaðinu hefur borist fjöldi mynda frá les- endum og birtast nokkrar í þessu blaði og einnig í næstu biöðum ef allt gengur upp með framhaldið. Ég vil svo þakka öllum þeim sem hafa komið að vinnu við þetta blað og síðast en ekld síst þeim sem gert hafa útgáfuna mögulega. Eg vil að lokum óska öllum sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar á sjómannadag- inn. Útgefendur : Sjómannadagsráðin Olafsvík og Hellissandi Ritstjóri og ábyrgðarmaður : Pétur Steinar Jóhannsson Skálholt 13, 355 Ólafsvík, sími: 436 1015, 893 4718 e-mail: psj@simnet.is Auglýsingar: Jóhann Pétursson Forsíðumynd: Ólafsvíkurhöfn á sjómannadag 2007 Ljósm. Pétur S. Jóhannsson Umbrot, prentun, bókband: Steinprent ehf. Ólafsvík Viðtöl: Magnús Magnússon Pétur Steinar Jóhannsson Samantekt á efni: Marta S. Pétursdóttir Próförk: Atli Alexandersson Ritnefnd: Pétur Steinar Jóhannsson Björn E. jónasson Jónas Gunnarsson Páll Stefánsson Jóhann Rúnar Kristinsson

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.