Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 9

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 9
7 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Víkingur SH 185 sem Guðmundur byrjaði sína skipstjórn á. kokkapláss á Víkingi. Þar var skipstjóri Haraldur Kristjánsson, sem kenndur var seinna við hið stóra fyrirtæki Sjóla hf í Hafnar- firði og stunduðu þeir nt.a. rek- netaveiðar. Þá fer Guðmundur á sjó með Guðlaugi Guðmundssyni á Týr og ætlaði að vera þar í smá tíma því hann var að bíða eftir plássi á togara en þangað stefndi hugur hans. Bæði voru skipin stærri, tekjur meiri og lífeyrisjóður sjómanna betri. Eftir veruna á Týr fer Guðmundur á Orra, sem vél- stjóri, en þar var Sigurður bróðir hans skipstjóri en hann hafði boð- ið honum pláss. Um borð var m.a. Þórður Halldórsson, kennd- ur við Dagverðará, skáld og málari með meiru. Fræg er björgunin sem unnin var 20. janúar 1954 er Orra rak frá skipi sem hann var utan á í suðaustan roki. Þá fóru nokkrir rnenn á Fróða og björg- uðu Þórði. Hann hafði þá bundið sig í frammastrið á Orra, sem fast- ur var á skeri utan við höfnina. Báturinn var við það að sökkva og fór Þórður í kaf á hverri veltu. Hann var í sjó upp að mitti er þeir lögðu að mastrinu. Guð- mundur var um borð í Fróða og hann man vel eftir þessu atviki og man hve Þórður var þakklátur er hann komst innfyrir borðstokk- inn, en hann sagði; „og takk fyrir drengir.“ Guðmundur telur að Þórði hafi orðið meint af þessu slysi en hann stundaði sjó- mennsku aðeins í stuttan tíma eft- ir þetta. Frá þessari björgun seg- ir Ragnar Agústsson í Sjómanna- dagsblaði Snæfellsbæjar 1999. Formennskan byrjar ,,Mín skipstjóratíð byrjar á því að mér er boðið að taka við Vík- ingi sem Siggi bróðir var með og hann var í eigu Víglundar Jóns- sonar útgerðarmanns. Siggi og Valdís kona hans ákveða að flytja út á Hellissand og hann tekur þar við bát sem hét Ármann. Fríða kona mín vill vera í Ólafsvík og það verður úr að ég tek við bátn- um af honum en þetta er árið 1957. Ég er með bátinn á bæði línu og netum. A línunni var róið fyrst í janúar með 20 bala en svo lengdist línan eftir því sem leið á. Það var rosaleg keppni milli báta um að fá sem mestan afla. Land- mennirnir tóku líka þátt í þessu og þeir kepptust urn að koma sem mestri línu í balana. Mér er minnistæður hann Siggi Stein- þórs, en hann var landformaður hjá okkur á Víkingi og mikið kapp í honum. Það var líka hart sótt á þessum bátum. Víkingur lak mikið og það var eins og á í kjalsoginu á honum. Ég ákveð að fara með bátinn í Stykkishólm í norðaustan roki til viðgerða og með mér fór einn maður sem var á Hrönninni og hét Hjálmar og hann þekkti leiðina eins og putt- ana á sér. Þegar við komunt þang- að þá er ekki hægt að taka bátinn upp í slipp vegna íss við slippinn. Það verður úr að ég fer til baka með bátinn einn út í Olafsvík. Það endar svo með því að ég fer með hann á Akranes og þar er slegið í hann. Mikill lánshundur Ég held svo áfram að veiða á vertíðinni og fiska bara vel á lín- unni og svo um vorið fer ég aftur inn í Hólm með bátinn. Svo þeg- ar báturinn er búinn, hringir Óskum sjómönnum á Snæfellsnesi og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn ALÞÝÐUSAMBANDÍSLANDS Ö'S'/tiwn g/óniöntUMn <>(ÁJ/öh'/ttj/t/u/ti /teiu/Ht fi//a/ni/if/fu /tiefí i/atjfin/i. liirn IHK inn ~ "5 Illl ... mE -_ B ÍSll ehf. Norðurtanga 8 / 355 Ólafsvlk 1030 Gsm: 891 9508 894 3442

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.