Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 9

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 9
7 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Víkingur SH 185 sem Guðmundur byrjaði sína skipstjórn á. kokkapláss á Víkingi. Þar var skipstjóri Haraldur Kristjánsson, sem kenndur var seinna við hið stóra fyrirtæki Sjóla hf í Hafnar- firði og stunduðu þeir nt.a. rek- netaveiðar. Þá fer Guðmundur á sjó með Guðlaugi Guðmundssyni á Týr og ætlaði að vera þar í smá tíma því hann var að bíða eftir plássi á togara en þangað stefndi hugur hans. Bæði voru skipin stærri, tekjur meiri og lífeyrisjóður sjómanna betri. Eftir veruna á Týr fer Guðmundur á Orra, sem vél- stjóri, en þar var Sigurður bróðir hans skipstjóri en hann hafði boð- ið honum pláss. Um borð var m.a. Þórður Halldórsson, kennd- ur við Dagverðará, skáld og málari með meiru. Fræg er björgunin sem unnin var 20. janúar 1954 er Orra rak frá skipi sem hann var utan á í suðaustan roki. Þá fóru nokkrir rnenn á Fróða og björg- uðu Þórði. Hann hafði þá bundið sig í frammastrið á Orra, sem fast- ur var á skeri utan við höfnina. Báturinn var við það að sökkva og fór Þórður í kaf á hverri veltu. Hann var í sjó upp að mitti er þeir lögðu að mastrinu. Guð- mundur var um borð í Fróða og hann man vel eftir þessu atviki og man hve Þórður var þakklátur er hann komst innfyrir borðstokk- inn, en hann sagði; „og takk fyrir drengir.“ Guðmundur telur að Þórði hafi orðið meint af þessu slysi en hann stundaði sjó- mennsku aðeins í stuttan tíma eft- ir þetta. Frá þessari björgun seg- ir Ragnar Agústsson í Sjómanna- dagsblaði Snæfellsbæjar 1999. Formennskan byrjar ,,Mín skipstjóratíð byrjar á því að mér er boðið að taka við Vík- ingi sem Siggi bróðir var með og hann var í eigu Víglundar Jóns- sonar útgerðarmanns. Siggi og Valdís kona hans ákveða að flytja út á Hellissand og hann tekur þar við bát sem hét Ármann. Fríða kona mín vill vera í Ólafsvík og það verður úr að ég tek við bátn- um af honum en þetta er árið 1957. Ég er með bátinn á bæði línu og netum. A línunni var róið fyrst í janúar með 20 bala en svo lengdist línan eftir því sem leið á. Það var rosaleg keppni milli báta um að fá sem mestan afla. Land- mennirnir tóku líka þátt í þessu og þeir kepptust urn að koma sem mestri línu í balana. Mér er minnistæður hann Siggi Stein- þórs, en hann var landformaður hjá okkur á Víkingi og mikið kapp í honum. Það var líka hart sótt á þessum bátum. Víkingur lak mikið og það var eins og á í kjalsoginu á honum. Ég ákveð að fara með bátinn í Stykkishólm í norðaustan roki til viðgerða og með mér fór einn maður sem var á Hrönninni og hét Hjálmar og hann þekkti leiðina eins og putt- ana á sér. Þegar við komunt þang- að þá er ekki hægt að taka bátinn upp í slipp vegna íss við slippinn. Það verður úr að ég fer til baka með bátinn einn út í Olafsvík. Það endar svo með því að ég fer með hann á Akranes og þar er slegið í hann. Mikill lánshundur Ég held svo áfram að veiða á vertíðinni og fiska bara vel á lín- unni og svo um vorið fer ég aftur inn í Hólm með bátinn. Svo þeg- ar báturinn er búinn, hringir Óskum sjómönnum á Snæfellsnesi og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn ALÞÝÐUSAMBANDÍSLANDS Ö'S'/tiwn g/óniöntUMn <>(ÁJ/öh'/ttj/t/u/ti /teiu/Ht fi//a/ni/if/fu /tiefí i/atjfin/i. liirn IHK inn ~ "5 Illl ... mE -_ B ÍSll ehf. Norðurtanga 8 / 355 Ólafsvlk 1030 Gsm: 891 9508 894 3442
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.