Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 10

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 10
8 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 1 Aflaskipið Stapafell SH-15. Kristján slippari í mig og ég sæki bátinn með Jóa Færey- ingi. Þegar verið er að setja bátinn niður segi ég Kristjáni að skoða kjölsíðurnar í bátn- um. Hann skoðar betur og þegar hann slær í bátinn þá kemur síðan niður. Þá er ekki einn einasti nagli eftir nema bara stóru boltarnir og þeir allir eins og nálar. Þá sagði Kristján að ég væri einn sá mesti lánshundur sem til væri á jarðlífi og heppinn að vera lifandi. Ef ég hefði ekki tekið eftir þessu sjálfur hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Það er betra að vera vakandi yfir þessum málum,“ segir Guðmundur. A bátnum með Guðmundi voru á þessum árum m.a. Margeir Vagnsson og margir Færeyingar eins og Signhéðin Olsen, sem Guð- mundur hefur haldið vin- fengi við síðan. Smokkfiskveiði á Patró Guðmundur er með Víking þangað til á vertíðinni en þá kviknar í bátnum og tekur þá Víglundur bát á leigu frá Norð- firði sem hét Þráinn, en það var 59 brl. trébátur. Þar er Guð- mundur skipstjóri en öll áhöfnin kom með honum og er hann með Þráinn eina vertíð. Hann tekur svo við Stapafellinu SH 15 árið 1961 en það var líka í eigu Víg- lundar Jónssonar. Stapafellið var smíðað í Svíþjóð árið 1959 og var 76 lesta tréskip með 360 ha June Munktell vél. Það var hörkuskip og alveg sjóborg og fór vel með menn að sögn Guðmundar. Áður en Guðmundur tekur við Stapa- fellinu fer hann um borð í Sæ- fellið SH til að kynna sér nóta- veiðar. Báturinn var í eigu Guð- mundar Jenssonar og hann var líka skipstjórinn. Áður en nóta- veiðarnar byrja fer Guðmundur með nokkrum valinkunnum sómamönnum m.a. þeim bræðr- um Guðmundi og Jónatani Sveinssonum vestur á Bíldudal til að veiða srnokk á færi. „Það gekk bara vel og við vorum þarna í viku,“ segir Guðmundur og hlær þegar hann segir frá blekinu sem sprautaðist yfir þá, en smokkur- inn var frystur fyrir vestan og not- aður í beitu á bátum Víglundar. Heimsmet „Við förum svo á vetrarsíldina veturinn 1962 og erum líka allt árið 1963. Ástæðan var sú að salt- fiskmarkaðirnir voru eklvi góðir og það er ákveðið af Víglundi að vera á síld. Mér er það minnis- stætt, að þegar Surtsey gaus þá fórum við þar í land svona fyrstir venjulegra sjómanna en gosið lá niðri í smá tíma. Eg get sagt þér það að á síldinni slógum við heimsmet, við fiskuðum svo mik- ið. Við fengum 30 þúsund mál og tunnur frá því í mars og fram til 15. maí, en þá bilaði asdikið. Meirihlutinn fékkst á Hraunsvík- inni á smá bletti. Langmestur afl- inn fór í vinnslu hjá Tryggva Ófeigssyni í Reykjavík. Eitt skipt- ið komum við á Hraunsvíkina kl. 13 að degi til og ég finn torfu utan í Hópsnesinu. Eg kalla á strákana og þeir koma upp létt- klæddir og við hendum út belg til að merkja hraunkantinn. Nótinni er svo kastað og við fáum 800 tunnur og haldið er síðan til Reykjavíkur. Við komum svo þangað um nóttina og þá eru skilaboð frá verkstjóranum að síldin eigi öll að fara í gúanó. Eg var nú ekki alveg sáttur við það og hringi í Tryggva Ófeigsson kl. þrjú um nótt- ina. Tryggvi segir mér að láta bílinn bíða og hann kemur sjálfur niður á bryggju og segir bílstjórunum hvar á að losa síldina í húsið og í hvaða stíu. Hann hringir svo í mig seinna til að segja hvað hann sé ánægður yfir því að ég skyldi láta hann vita, en þá var bræla næstu tvo daga og ekkert hefði þá verið hægt að salta.“ Aflamaður Guðmundur var mikill aflamaður og var hæstur allar vetrarvertíðarnar á Stapafell- inu utan eina, en þá bilaði vélin. Mest kom hann með 1352 tonn á vertíðinni 1964 og 1135 tonn 1965 en alltaf var mik- il keppni um toppinn á vertíðinni og margir góðir aflamenn voru í Ólafsvík á þessum árum. Árið 1959 fer Guðmundur í stýri- mannaskólann á ísafirði og tekur l. stigið og árið 1966 er hann í stýrimannaskólanum í Reykjavík og klárar fiskimanninn. Námið gekk vel þó undirstaðan í barna- skóla hefði getað verið betri en þá var áhuginn meiri og námið gekk því betur. Vorið 1966 tekur Guð- mundur við vélbátnum Pétri Sig- urðssyni RE 331 en það var 140 brl. stálbátur í eigu Sigurðar Pét- urssonar í Reykjavík. Guðmundur mokfiskar á bátinn á síldinni og m. a. fóru þeir á línu við Græn- land og segir Rúnar Benjamínsson frá þeirri veiðiferð í Sjómanndags- blaðinu 1991. Fóru þeir tvo túra og í öðrum þeirra var rnjög góður afli. Lóndrangar hf stofnaðir Árið 1967 stofna þeir félagar, Guðmundur, Guðmundur Sveins- son ásamt Víglundi Jónssyni fyrir- tækið Lóndranga hf en Guð- mundarnir voru þá búnir að vera saman á sjó lengi en þeirra sam-

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.