Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 14
12
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
Guðmundur Kristjónsson, Magnús heitinn Guðmundsson og Guðmundur
Sveinsson á góðri stund.
Einhver kippti í
Þetta viðtal við Guð-
mund er búið að vera
bráðskemmtilegt. Hann
segir vel frá og hægt væri
að hafa það miklu lengra.
Hann búinn að reyna
margt í lífinu, sem gæti
verið mörgum lærdóms-
ríkt. Hann kemur hreint
fram og segir óhræddur
sínar skoðanir á málum
og er alveg ófeiminn og
engin lognmolla í kring-
um hann. Hann talar vel
til þeirra manna sem hafa
reynst honum vel á lífs-
leiðinni og hann er vinur
vina sinna. Guðmundur
er maður athafna og ekki
gefinn fyrir neitt slór og
hefur alltaf verið og allir
þekleja hann þannig. Guð-
mundur er svo sannarlega einn af
þeim, sem settu svip og mark á
bæjarlífið í Olafsvík á sínum skip-
stjóraárum og flesdr ef ekki allir
sem stunduðu sjó þekktu Gvend á
Stapafellinu og Gvend á Lárusi.
Eg spurði hann ekki um sjóslysið
þegar Bervíkin fórst 1985 en þar
missti hann m.a. bróður sinn og
mág, en það var mikill missir af
þeim góðu mönnum sem þar
voru um borð. Guðmundur sagði
frá því þegar hann tók um borð
mennina af Skarðsvíkinni sem
sökk við leitina að togaranum El-
liða í febrúar 1962, en þá var
hann með Stapafellið. Þá voru
þeir á heimleið eftir leitina og
hann hafði lagt sig smástund á
bekkinn. Einhver kippti þá í hann
og hann rauk upp stillti á neyðar-
bylgjuna, 2182 og þá er sagt frá
því að Skarðsvíkin hafi sokkið og
allir menn komist í björgunarbát-
inn. Sem betur fór voru þeir nærri
og feginn var hann er skipshöfnin
á Skarðsvíkinni komst um borð í
Stapafellið úr gúmmíbátnum, en
Sigurður bróðir hans var skipstjóri
á Skarðsvíkinni.
Fjölskyldan
Eiginkona Guðmundar er Krist-
fíður Kristjánsdóttir frá Hell-
issandi. Hún er dóttir hjónanna
Kristjáns Hafliðasonar og Guð-
mundsínu Sigurgeirsdóttur. Guð-
mundur og Fríða eins og hún er
alltaf kölluð eiga fimm börn og
elstur er Arnar. Þá koma Guðrún
Kolbrún, Kristjón, Guðmundur
og svo er Stefán Ingvar, sem er
yngstur. Barnabörnin eru orðin
14 og 6 barnabarnabörn og þrjú
eru á leiðinni. Guðmundur og
Fríða giftu sig 1965 og við sama
tækifæri gifti sig Kristinn Her-
mannsson, en hann var hálfbróðir
Fríðu og presturinn var enn sr
Magnús Guðmundsson, en hann
fermdi Guðmund eins og áður
sagði. Guðmundur og
Fríða byrjuðu sinn búskap
í austurendanum á Borg-
inni í Ólafsvík og í íbúð-
inni bjuggu líka Færey-
ingar, bæði sem unnu í
landi og voru með Guð-
mundi á bátnum. Árið
1958 byggja þau Brautar-
holt 14 í Ólafsvík, sem
var tveggja hæða hús og
var flokkur manna úr
Reykjavík fenginn til
verksins. Guðmundur og
Kristfríður fluttu til
Hafnarfjarðar en þá var
hún farin að kenna sjúk-
leika sem hún býr enn að,
en erfitt var fyrir Guð-
mund að stunda sjó-
mennsku sökum þessa
seinni árin. Hann býr nú
í Hafnarfirði og er eld-
hress, bara eins og hann var áður,
en Kristfríður kona hans dvelur á
Hrafnistu sökum veikinda sinna.
Guðmundur á sumarbústað inni í
Bug, á sínum æskustöðvum og
dvelur hann þar oft. Ég vil að lok-
um þakka Guðmundi fyrir mjög
ánægjulegt og fróðlegt viðtal. Þá
vil ég þaklta honum skemmtilega
samveru á sjónum en ég var skip-
verji á Lárusi Sveinssyni 1968
með frábærri áhöfn.
PSJ