Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Síða 17

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Síða 17
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 15 Minni sjómanna Flutt á sjómannadagshófi í Ólafsvík 2007. Kæru sjómenn, til hamingju með daginn. Ættingjar og vinir, komið þið sæl. Eg ætla að byrja á því að kynna mig. Eg heiti Eydís Bergmann Eyþórsdóttir og er fædd og uppalin í Stykkishólmi en get státað mig af því að vera hálfur Ólsari. Foreldrar mínir eru Eyþór Lár og Auður Bárðardóttir. Sem sagt ég er barnabarn Áslaugar og Bárðar Jenssonar. Það er mér sönn ánægja að flytju ykkur minni sjómanna hér í kvöld. Þegar ég var að alast upp þá leit ég á sjómanna- daginn sem merkan hátíðisdag sem hann og er. Eg er komin af sjómannsfólki í báðum ættum og hef alltaf litið upp til sjómanna. Þeir hljóta að vera sterkir þessir menn því þeir fara út á sjó í nán- ast hvaða veðri sem er. Aðbúnaður sjómanna hefur breyst sem betur fer, frá því að vera á opnum ára- bátum og eins og þeir eru í dag. Fjarskiptin eru mikil og símasam- band gott. Mamma hefur sagt mér frá Mettu langömmu, að hún hafi alltaf verið með útvarpið opið á bátabylgjunni og fylgst þannig með sjómönnum. Það hefði verið gaman að heyra hvað þessum ágætu skipstjórum fór á milli. Þeir hafa örugglega notað skemmtileg orð um netatrossuna. T.d. hef- urðu séð gulu trossuna mína, hún á að vera þarna bölvuð merin. Þetta er örugglega breytt í dag, því nú eru allir með kvóta og verða að takmarka netafjöldann. En fyrir kvótann þá kepptust þessar elskur við að fiska nógu mikið, reyna að vera á toppnum með alveg örugg- lega svona 12-15 trossur, dragandi á 100-200 faðma dýpi. Þetta eru hörkutól. Svo hafa þeir auðvitað platað hvorn annan þegar þeir voru að gefa upp hversu margir fiskar voru í þessari eða hinni trossunni. Pabbi var á sjó í nokk- uð mörg ár, bæði sem kokkur og síðar sem stýrimaður. I eina skipt- ið sem ég sá hann baka formkök- ur var um borð í Þórsnesi SH en hann er ansi duglegur í dag að baka vöfflur þegar mamma er búin að hræra í þær. Þegar ég var lítil stelpa kyssti ég pabba alltaf bless og bauð góða nótt áður en hann fór út á sjó. Þeir fóru svo snemma út því úts- tímið var svo langt. Eg fór með bænirnar mínar á hverju kvöldi og talaði við Guð og vonaði að allt myndi ganga vel og aflinn yrði mikill. En þegar aflinn fór að minnka þá fannst mér Guð vera orðinn þreyttur á mér. I öll þau ár sem pabbi var á sjónum fór ég í einn skeljaróður með honum. Ég hrópaði nú ekki húrra fyrir þeim skeljaróðri því ég var sjóveik allan tímann og lá í koju. Þegar ég steig á land var ég með svo mikla sjó- riðu að mér fannst landið vara á fleygiferð. I dag tengist ég sjó- mennsku í Ólafsvík því maðurinn minn er vélstjóri á Guðmundi Jenssyni. Tengdapabbi minn, hann Ólafur Sighvatsson eða Óli Lampi eins og hann var stundum kallaður, kom hingað 18 ára gam- all og var á sjó hér í 4 mánuði. Hann leigði hjá Iðunni Vigfús- dóttur og Einari Bergmann. Kæru sjómenn. Sjómannslífið er eldtert grín eins og segir í textan- urn. Það fer virkilega í taugarnar á mér hve margir halda að aðal- gjaldeyrisöflun þjóðarinnar fari fram í Kauphöllinni, í bönkum, stórmörkuðum eða í Álverksmiðj- unni. Vonandi fara menn að átta sig á því hvaðan gjaldeyririnn kemur. Hann kemur frá ykkur sjómönnum þegar þið landið við bryggjur þessa lands. Megi hinn hæsti höfuðsmiður vaka yfir störf- um ykkar og skila ykkur alltaf heilum og öruggum heim. Að lokum vil ég biðja konur að rísa úr sætum og við syngjum Táp og fjör og frískir menn. Lifið heil. Eydís Bergmann Eyþórsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.