Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 19
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
17
hráinn Sigtryggsson, minning
Þráinn var fæddur á Mosfelli
hér í Ólafsvík þann 1. september
1928 og hefði því orðið 80 ára í
haust en hann lést 7. mars sl. For-
eldrar hans voru þau Guðbjörg
Vigfúsdóttir og Sigtryggur Sig-
tryggsson sjómaður. Þráinn er
þriðji í röð sjö systkina. Hann var
aðeins fjórtán ára þegar hann réð
sig á bát með Guðmundi Jenssyni
sem kokkur uppá hálfan hlut. A
þessum árum var það altítt að
ungir menn frá Ólafsvík færu suð-
ur á vertíð og það gerði Þráinn
líka. Hann byrjaði fyrst á Fiska-
kletti með Eiríki Hávarðarsyni og
hann var einnig á vertíð með
Guðjóni Illugasyni á Illuga frá
Hafnarfirði og voru þeir m.a. á
Hvalfjarðarsíldinni en Illugi var
80 lesta bátur.
Þegar Þráinn kom heim haustið
1949 var haldið vélanámskeið í
Ólafsvík á vegum Fiskifélags ís-
lands og eftir það réð hann sig til
Guðna Sumarliðasonar sem vél-
stjóra á Hafölduna. Þá á eftir fór
hann til þeirra Guðmundar Jens-
sonar og Hauks bróður síns á bát-
inn Egil SH. Eftir það hófst sam-
eiginlegur útgerðarferill þeirra
bræðra með stofnun Dvergs hf
ásamt Guðmundi. Þeir voru alveg
einhuga um það allir bræðurnir á
Mosfelli að taka þátt í þeirri upp-
byggingu sem var að hefjast hér í
Ólafsvík á þ essum árum.
Hrönnin SH 149, 42 lesta bát-
ur, var smíðaður á Akureyri árið
1956. Kveikjan að því var sú að
lokað var fyrir dragnótina allt í
kringum landið. Þá var Hrönnin
fyrsti og stærsti bátur sem smíðað-
ur hafði verið fyrir Ólsara í langan
tíma og mjög vel útbúinn á allan
hátt. Reyndar var þá búið að
bjóða þeim stærri bát sem var í
smíðum á Akureyri en eldd varð
af því, þar sem hafnarskilyrðin í
Ólafsvík buðu ekki uppá það.
Guðmundur var skipstjóri á
Hrönninni og Þráinn vélstjóri. Þá
voru netin byrjuð hér í Ólafsvík
og ætlunin að vera á netum og
línu og fara síðan á síldveiðar á
sumrin.
Félagið lét svo smíða Sveinbjörn
Jakobsson SH 10 í Danmörku
árið 1964 en það var 105 lesta tré-
skip. A þeim bát verður Þráinn
skipstjóri árið 1972 og er hann
með bátinn samfellt til ársins
2002 eða í um 30 ár og var Svein-
björn ávallt mikið happaskip.
Dvergur hf skiptist upp í tvo
hluta árið 2001. Þá kaupa Þráinn
og synir hans, Egill og Sigtryggur,
Sveinbjörn Jakobsson SH 10 og
heitir þeirra félag eftir það Ut-
gerðarfélagið Dvergur ehf
Þráinn var mjög góður og lán-
samur skipstjóri alla tíð. Hugsaði
vel um sína báta, fór vel með alla
hluti og vildi hafa allt í lagi því ör-
yggið var fyrir öllu. Þeir sem voru
með honum á sjó voru í góðu
skipsrúmi. Þráinn er búin að
upplifa tímana tvenna eins og
nærri má geta við sjósókn frá
Ólafsvík og skilað miklu til bæjar-
ins á sinni sjómennskutíð. Hann
hafði mikin metnað til þess að
Ólafsvík myndi vaxa og dafna.
Þráinn var hafsjór af fróðleik og
sagði vel frá og talaði gott og
kjarnyrt mál. Hann var vel inni í
málum hvort sem það var erlendis
eða hér innanlands. Eins og gefur
að skilja voru þó sjávarútvegsmál-
in honum efst í huga og hann
hafði einarðar skoðanir á þeim.
Hann kom sínum skoðunum vel
til skila og sagði þær umbúðalaust
og hann var líka óhræddur að
gagnrýna menn sem hann honum
fannst ekki standa sig. Hann tal-
aði íslensku eins og oft er sagt um
menn sem eru óhræddir að segja
sína meiningu og vafalaust hefur
einhverjum sviðið undan. Stund-
um var hann líka að stríða mönn-
um og hann brosti þá á eftir. Þrá-
inn stóð oft upp á fundum og
ræddi málin hispurslaust og þá
gustaði oft að kalli. Hann gerði
kröfur til annarra og þá ekki sfður
til sjálfs síns. Hann var tryggur og
umhyggjusamur og vakti mjög
yfir velferð síns fólks. Þráinn var
heiðraður af sjómönnum á sjó-
mannadegi í Ólafsvík 1996. Þrá-
inn var einn af þessum hreinrækt-
uðu Ólsurum sem maður bar
mikla virðingu fyrir. Hann kunni
sögu Ólafsvíkur og hélt því á lofti
sem honum fannst skipta máli. Ég
vil að lokum fyrir hönd Sjó-
mannadagsblaðs Snæfelisbæjar
votta Guðbjörgu eiginkonu hans
og aðstandendum innilega samúð
vegna fráfalls Þráins.
Pétur Steinar Jóhannsson