Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 25

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 25
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 23 Snæbjörn Árnason skrifstofumaður með konu sinni Guðbjörgu Árnadóttur. Snæbjörn var lengi skrifstofustjóri hjá HÓ. HÓ og Hólavellir sameinuð Á þessum árum þ.e. 1972-1987 urðu eftirfarandi breytingar á stjórn HO: 1974 kom Sigurður Stefánsson í stjórn sem formaður og Guðmundur Björnsson með- stjórnandi í stað þeirra Guðlaugs Þorlákssonar og Halldórs Jóns- sonar, sem létust. 1977 kom Pét- ur Pétursson í stjórn sem formað- ur í stað Sigurðar Stefánssonar, sem hætti í stjórn að eigin ósk, en var endurskoðandi félagsins og Jónas Guðmundsson, sem kont í stað Sigurðar Ágústssonar, sem lézt 1976. Eftir þetta var stjórnin óbreytt til 1987. Hér að framan hefur verið stikl- að á mjög stóru hvað varðar fram- kvæmdir HÓ og Hólavalla á ár- unum 1972-1987 en félögin voru sameinuð á árinu 1981 undir nafni HÓ og Hólavöllum hf. slit- ið Breytingar við kvótasetninguna Þegar hinum alræmdu kvótalög- um var kornið á breyttist rekstrar- umhverfi fyrirtækja eins og HÓ, sem að verulegu leyti byggði starf- semi sína á afla viðskiptabáta í eigu einstaklinga og annarra fyrir- tækja, mjög til hins verra þar eð það voru eingöngu útgerðirnar, sem fengu úthlutað kvóta, en ekki vinnslustöðvar, landverkafólk eða sjómenn. Þetta nýttu ýmsir út- gerðarmenn sér með því að ganga milli vinnslustövanna og láta þær bjóða í aflann. Afleiðingarnar þekkja flestir en t.d. í Ólafsvík voru ekki liðin mörg ár frá 1984 þar til öllum fjórum öflugustu vinnslustöðvunum hafði verið íokað. Því miður hefur þeim, sem þetta hefur tekið saman og ritað, ekki unnizt tími til að afla gagna um móttekinn afla eða útfluttar afurðir á hverjum tíma, sem þó hefði verið æskilegt, þegar saga þessara fyrirtækja er skrifuð. Reksturinn seldur Síðari hluta árs 1987 ákváðu Pétur Pétursson og Sigurður Stef- ánsson og fjölskyldur þeirra að selja hluti sína í HÓ og ákvað ég þá einnig að selja minn hlut. Seld- um við ásamt Pétri Guðlaugssyni okkar hluti eða alls um 51% til Ólafs Gunnarssonar og fjölskyldu Hjálmtýr Ágústsson verksmiðjustjóri hjá FSÓ. og hætti ég þá sem framkvæmda- stjóri og stjórnarmaður í HÓ og fyrirtækjum tengdum því. Fyrirtækjareksturinn Hér á eftir eru stuttar lýsingar á þeim fyrirtækjum, sem eru svo nátengd rekstri HÓ á þessunr tíma, að ekki verður hjá því kom- izt að þeirra sé sérstaklega getið. Án tilkomu þeirra hefði umfang og rekstur HÓ orðið svipur hjá sjón. Auk þeirra fyrirtækja og út- gerða, sem sérstaklega verður greint frá má nefna, að H.Ó. stofnaði einnig Lýsisfélagið hf. í Vestmannaeyjum ásamt Pétri Pétussyni og fyrirtækjum í Vest- mannaeyjum. Þá var HÓ einnig eignaraðili að félögum þeim, sem önnuðust sölu afurðanna svo sem SH, SÍF og SSF að ógleymdum Garðar II SH 164

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.