Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 29
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
27
stofnun 3,8 milljónir króna. Aðal-
hvatamaður að stofnun félagsins,
Ólafur Kristjánsson, yfirverkstjóri
HÓ var kjörinn formaður stjórnar
á fyrsta fundi þess og aðrir í
stjórn; Guðmundur Jensson,
Halldór Jónsson, Hörður Sigur-
vinsson og Víglundur Jónsson.
Var þegar farið að undirbúa bygg-
ingu húsnæðis sem hýst gæti þessa
starfsemi. Var síðan byggð hæð
ofan á nýlegt verzlunarhúsnæði
við Ólafsbraut 19. Á hæðinni
voru 38 tveggja manna herbergi,
auk þess rúmgóður veitingasalur,
snyrtingar o.fl. Einnig var byggð
húsvarðaríbúð á 3. hæð hússins.
Hafði Ólafur Kristjánsson veg og
vanda af framkvæmdunum svo og
rekstrinum, þegar húsnæðið var
tekið í notkun veturinn 1975 en
naut við það stuðnings eigend-
anna sem og starfsfólks HÓ. Þetta
húsnæði leysti mikinn vanda út-
gerðarinnar og fiskvinnslunnar
varðandi mönnun á vetrarvertíð-
um, en fjöldi aðkomumanna var á
bátunum og í landvinnslunni.
Útver hf.
Árið 1978 mun Víglundur
Jónsson hafa samið um smíði á
skuttogara í Potúgal. Skipið, sem
var 493 brúttólestir að stærð, var
afhent í maí 1980 og hafði
Víglundur þá stofnað hlutafélagið
Utver hf um kaup og útgerð
skipsins. Hlaut skipið nafnið Már
SH 127. Voru stofnendur og eig-
endur auk Víglundar (Hróa hf.)
15%, HÓ 15%, Bakki sf. 15%,
Ólafsvíkurhreppur 40% og fisk-
verkendur utan Ennis 15%.
Skiptist 85% af afla skipsins á
milli fiskverkunarstöðvanna
þriggja í Ólafsvík en 15% til verk-
endanna utan Ennis. I fyrstu
stjórn Útvers voru eftirtaldir:
Víglundur Jónsson, Guðmundur
Jensson, Guðmundur Björnsson,
Rögnvaldur Ólafsson og Alexand-
er Stefánsson en Víglundur var
formaður stjórnar.
Eins og fram kemur við lestur
greinarinnar þá var HÓ mjög
þýðingarmikill hlekkur í atvinnu-
sögu Ólafsvíkur með rekstri sín-
um og einnig með þátttöku í
ýmsum félögum í bænum. Með
greinum sem þessum geymast
góðar heimildir um þennan tíma,
um atvinnutækin og fólkið sem
stjórnaði þeim. Þessi ár Guð-
mundar var mikill uppgangstími
í Ólafsvík og þar með HÓ undir
hans stjórn. Bæði stækkaði báta-
flotinn og mikil framleiðsla var
hjá stærstu fyrirtækjunum sem
þar voru og Guðmundur minnt-
ist á. Eins og hann segir væri
áhugavert að nefna tölur til sönn-
unar bæði miklum afla og mikill-
ar framleiðslu. Það verður kanski
gert seinna. Sjómannadagsblaðið
þakkar Guðmundi kærlega fyrir
þessa samantekt og árnar honum
og fjölskyldu allra heilla.
Sæferðir
HRAÐFRYSTIHUS
HELLISSANDS HF
Hafnarbakki 1 ■ 360 Hellissandur ■ Sími: 430 7700 ■ Fax: 430 7701
Óslqim öCCum sjómönnum
ogfjöCsCyCdum þeirra tiChamingju
með sjómannadaginní