Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 31

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 31
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 29 Gísli Bjamason Að skipstjórnarnámi loknu Þegar Pétur Jóhannsson rit- stjóri Sjómannadagsblaðs Snæ- fellsbæjar nefndi við mig hvort ég væri til í að koma með grein í blaðið hjá honum um mig og nám mitt við Stýrimannaskól- ann vorum við í styrktarróðri á Guðmundi Jenssyni SH fyrir kirkjuna í Olafsvík. Var ég tregur til, því mikið var framundan í skólanum enda stutt í prófin og útskriftina. Fyrir ykkur sem þekkja mig ekki þá heiti ég Gísli Bjarnason og kem frá bænum Geirakoti, sem er 6 km fyrir austan Ólafs- vík og er ég sonur þeirra heið- urshjóna, Bjarna Ólafssonar og Mettu Jónsdóttur. Ekki aftur snúið Mín fyrsta sjóferð var á Agli SH rétt fyrir jólin 1999 en þá réð ég mig á Egil til að fá að prufa að stunda sjóinn. Leist mér nokkuð vel á hvernig þetta gekk allt fyrir sig og var ekki aftur snúið með þann áhuga. Alltaf hafði ég áhuga á að læra vélstjórnina því mér fannst hún eitthað áhugaverðri en skipstjórnin, kannski því í sveit- inni er alltaf eitthvað um vélavið- gerðir, en sá áhugi átti eftir að breytast. Um áramótin 2000/2001 fékk ég pláss á Sax- harnri SH sem gerir út frá Rifi og kom ég þar inn sem aukamaður á áramótum, en þá fjölguðu þeir um einn til að vera í stakk búnir fyrir vertíðarfiskiríið sem fram- undan var. Á Saxhamri var verið á þorskanetum allt árið um kring og kunni ég vel við þann veiði- skap enda um dagróðra að ræða og góðar tekjur fyrir ungan byrj- anda til sjós. Pungurinn tekinn Fljótt var ferðunum uppí brúna farið að fjölga og áhuginn fyrir því sem þar var gert farinn að aukast á hlut vélstjórnar áhugans sem fyrir var. Ég var eins og grár köttur að spyrja, bæði skipstjórann hann Friðþjóf og sfyrimanninn Pétur, um hvað þessir takkar allir gerðu og hvað ég var að sjá á öllum þess- um tölvuskjáum sem voru í brúnni. Leist mér mjög vel á þetta starf þeirra og ákvað ég að taka eitt lítið skref í áttina á skipstjórn- arnáminu og skráði ég mig á 30 brl. réttindanámskeið sem haldið var um haustið 2001 í Ólafsvík. A námskeiðinu gekk allt að óskum og útskrifaðist ég með „Punga- prófið“ nokkrum vikum seinna. Eftir næstu áramót byrjaði ég aft- ur sem aukamaður á Saxhamri og tókst sú vertíð með eindæmum vel og voru hin ýmsu met slegin í aflaverðmætum en eftir þessa ver- tíð var ég ráðinn í fast pláss þar um borð. Einstaka róður, þegar sfyrimaðurinn okkar fór í frí, fékk ég að leysa af í brúnni og tók eitt og eitt heimstím og jókst áhuginn á frekara námi þá til muna. í framhaldi af því ákvað ég að byrja í sfyrimannaskólanum um haustið 2005 sem ég svo gerði. Atvinnuréttindi á öll skip Þegar til Reykjavíkur var komið og skólinn byrjaður var mikið að gera og langt nám framundan eða eins og skólinn setti upp námsfer- ilinn átti þetta nám að taka átta annir eða fjögur ár. Eftir fyrstu önnina, sent gekk vel , þá sá ég að ég gat bætt fleiri fögum á mig en námsferillinn sagði og reyndi ég að gera þetta einnig næstu annir sem á eftir komu og er það að skila sér nú í vor, en þá er ég að útskrifast með 3.stig skipstjórnar auk stúdents eftir einungis fimm annir, en hausið 2006 tók ég mér frí eina önn. Þessi réttindi munu veita mér atvinnuréttindi á öll skip, óháð stærð og fararsviði, einnig réttindi sem sfyrimaður á varðskip, að loknum siglingatím- um auðvitað. Að vera í Stýri- mannaskólanum hefur sína kosti og galla eins og margt annað sem maður tekur sér fyrir hendur. Helsti ókosturinn sem við í skól- anum sjáum er lengd námsins ef farið er eftir kerfi skólans. Það er sett upp fyrir nýja nemendur sem hafa ekki verið í neinu námi fyrir og eru að koma inni í skólann beint af sjónum til að ná sér í rétt- indi til fiskimanns. Á móri kemur að námið er mjög gott að því leyti að skólinn er að kenna eftir STCW sem er alþjóðlegur staðall um nám og þjálfun skipstjórnar- manna sem gerir okkar réttindi viðurkennd á alþjóðlegri grundu. Bágborinn tækjakostur skólans Tækjakostur skólans hefur verið frekar bágborinn síðustu árin og höfum við verið að læra á tæki sem ættu flest betur heima á sjó- minjasafni en í skólastofu en það er verið að vinna á fuliu í að tækja upp stofurnar því tækninni fleygir fram á þessum starfsvettvangi. Kostir skólans eru auðvitað margir og ber þar fyrst að nefna góða fé-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.