Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 33

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 33
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 31 Sjómannadagurinn í Ólafsvík 2007 Keppnisgreinar hófust við höfn- ina kl. 13:00 á laugardeginum í góðu veðri með hefðbundnum keppnisgreinum s.s. kappróðri, boðhlaupi og reiptogi og fleka- hlaupi, sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar. Skemmtisigling var út á Víkina, sem alltaf er vin- sæl meðal yngri sem eldri. A með- an á því stóð flaug þyrla LHG rétt yfir masturstoppa bátanna og sýnd var björgun úr sjó. Um kvöldið var sjómannahóf á Klifi sem tókst mjög vel og var vel sótt eða um 230 manns. Eftir að kvöldverði lauk voru tvær sjó- mannaskonur heiðraðar en það voru þær Kristín Bjargmundsdótt- ir og Sæunn Jeremíasdóttir. Þá flutti Eydís Bergmann Eyþórs- dóttir sjómannskona úr Stykkis- hólmi minni sjómanna, sem var mjög gott og vel flutt. Margt fleira var á dagskrá og m.a. flutti Sig- urður Scheving, eins og honum er einum lagið, þátt í tali og mynd- um frá útgerðarsögu Sverrisút- gerðar ehf hér í Ólafsvík. Áður fór með formála Gísli Marteinsson skipstjóri frá sama félagi, en skor- að var á Sverrisútgerðina á síðasta sjómannahófi að vera með gam- anmál á þessum sjómannadegi. Eigendur Sverrisútgerðarinnar ehf þau Erla Ormsdóttir og Mart- einn Gíslason færðu Sjó- mannagarðinum að gjöf ávís- un að upphæð kr 200 þús og var þeim fagnað með góðti lófataki af gestum og Sjó- mannadagsráði Ólafsvíkur fyrir þennan góða hug til garðsins. Á hófinu var klappaður upp heiðursgesturinn Jón Arngrímsson rafvirkjameistari í Ólafsvík en hann hefur í áratugi þjónustað bæði útgerð og fiskvinnslu með afbrigð- um vel og var honum klapp- að lof í lófa af veislugestum. Fór hann með nokkur orð eins og honum er einum lag- ið. Veislustjórar voru tenórarnir tveir, Davíð og Stefán og skemmtu gestir sér konunglega undir þeirra stjórn. I lok sjó- mannahófs kom fram vilji hjá út- gerðarmönnum í Ólafsvík að þeir fjármögnuðu kaup á nýjum kapp- róðrabátum og safnaðist góð fjár- hæð. Báðir bátarnir Þróttur og Þor eru orðnir yfir 30 ára gamlir og farnir að láta á sjá. Hljómsveitin Karma lék svo fyr- ir dansi eftir að dagskrá var lokið. Á sunnudeginum varð að flytja hátíðarhöldin inn í kirkju vegna veðurs en áður var lagður blóm- sveigur að styttu sjómannsins í Sjómannagarðinum. Ræðumaður var Tryggvi Leifur Óttarsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Is- lands. Sjómenn þeir Gunnar Gunnarsson og Jónas Gunnarsson voru heiðraðir fyrir störf sín að sjómennsku og fengu þeir heið- ursorðu Sjómannadagsins og eig- inkonur þeirra þær Ester Gunn- arsdóttir og Jenný Guðmunds- dóttir fengu blómavönd. Þá voru veitt verðlaun fyrir keppnisgreinar dagsins. Á milli atriða lék Efgeny Makajef á saxafón. Á eftir var sjómannamessa þar sem sr. Magnús Magnússon messaði. Kirkjukórinn söng undir stjórn Veronicu Osterhammer og organinsti var Lena Makajef og sjómenn lásu ritningarlestra. Klukkan 16:00 var opnað fyrir leiktæki fyrir yngstu börnin í húsnæði FMÍ og sjómenn grilluðu fyrir þau og var mikið fjör hjá þeim. Það voru áhafnirnar á Aðalheiði SH, Brynju SH og Guð- mundi Jenssyni SH sem sáu um hátíðarhöldin að þessu sinni og stóðu þeir sig með miklum ágætum og var vel vandað til allra þátta. Þeir sem kosnir voru til að sjá um Sjómannadaginn 2008 voru áhöfn og eigendur Ullu SH og áhöfn Ólafs Bjarnasonar Skemtntilegt sjónarhorn þar sent þyrlan kemur á eftir Ólafi Bjarnasyni en flugmenn hennar sýndu listir sína íyrir farþegana í skemmtisiglingunni. Jón Arngrímsson raíVirkjameistari var heiðursgestur á sjómannaliófi.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.