Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 34
32
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
Ofviðrið á Flæmska hattinum 1996
Frásögn Einars Guðjónssonar og Magnúsar Höskuldssonar
Á árunum frá 1990 voru mörg
íslensk skip á rækjuveiðum á
Flæmska hattinum. Þetta veiði-
svæði er um 200 sjómílur austan
við Nýfundnaland og í um fimm
sólarhringa siglingu frá Islandi.
Veiðisvæðið er einskonar hattur
eða hóll sem skipin voru að veiða
á, bæði djúpt og grunnt. Aðal
löndunarstaður íslensku skipanna
var höfnin í Haarbor Grace á
austurströnd Nýfundnalands og
var 24 stunda sigling þaðan á
miðin. Eins og nærri má geta gerir
þarna oft mikil óveður og árið
1991 kom fellibylur yfir svæðið
og skip fórust. Um þetta veður
var gerð kvikmynd sem nefndist
Perfect Storm og er mörgum eftir-
minnileg sem séð hafa. Árið
1996, nánar tiltekið í september,
var Snæfell SH 740 á veiðum á
þessu svæði en skipið var þá í eigu
Snæfellings hf og gert út frá Olafs-
vík. Snæfellið er um 70 m á lengd
og hið besta sjóskip að sögn skip-
verja. Skipstjóri á Snæfellinu var
Reynir Georgsson, reyndur skip-
stjóri, og var skipið í sínum þriðja
túr þarna á svæðinu þegar mikið
óveður gerði. Meðal annarra skip-
verja í 20 manna áhöfn á Snæfell-
inu í þessum túr voru þeir Ölsar-
arnir Einar Guðjónsson og Magn-
ús Höskuldsson og er túrinn
þeim mjög minnistæður.
„Við vorum nýkomnir á veið-
svæðið eftir löndurn í Haarbour
Grace er þetta óveður skall á,“
segja þeir félagar þegar þeir voru
inntir eftir þessum atburði.
„Þetta óveður voru leifar af felli-
bylnum Hortense, sem hafði
gengið yfir og skipum hafði verið
gert viðvart um, en þar sem langt
var í land var ekki um margt að
velja. Það voru mörg skip á svæð-
inu bæði bæði rússnesk og íslensk
og m.a. var Guðbjörgin ÍS á svæð-
inu. Kanadíska herskipið Toronto
kom öslandi upp að síðunni á
okkur og kapteinninn spurði
þá skullu þær ekki ofan á skipið.
Snæfellið fór vel í sjó en það var
ekki mikið sofið á meðan veðrið
var sem verst. Við sáum oft til
hinna skipanna sem voru nálægt
okkur. Stundum þegar aidan fór
undir skipin sást alveg aftureftir
hálfum kjölnum og svo skullu þau
niður í öldudalinn aftur. Versta
veðrið stóð í einn og hálfan sólar-
hring og þegar lægði var hægt var
Magnús Höskuldsson og Einar Guðjónsson skipverjar á Snæfelli SH 740.
Snæfell SH 740 og Snæfell SH 15 bæði í höfninni
1996.
hvort að við vildum vera í vari við
þá en Reynir skipstjóri afþakkaði
það en þetta skip var miklu stærra
en Snæfellið. Svo skellur á suð-
vestan óveður og fór vindhraði
upp í 40 m/sek og ölduhæðin var
alveg í 25 m. Óveðrið geisaði í
a.m.k. einn og hálfan sólarhring.“
Þar sem 12 ár eru síðan þetta
skeði þá höfðu þeir Einar og
Magnús samband við Veðurstofu
íslands til að fá nánari upplýsingar
um veðrið. Kristín Hermanns-
dóttir, sem er veður-
fræðingur hjá VÍ, sagði
að samkvæmt hennar
upplýsingum kæmu
þær heim og saman
við þeirra frásögn.
„Þetta var rosaleg
ólduhæð og þegar
komið var upp í brú á
meðan þessu stóð þá
sáum við oft himinhá-
ar öldur fyrir fram
í Ólafsvík árið skipjð £n sem betUt fór
að fara út á dekk og skoða um-
merkin. Þá kom í ljós að varatog-
hlerar sem festir voru með 18 mm
keðjum upp í afturgálgan höfðu
slitnað og þeir farið í sjóinn
þannig að átök sjávar hafa verið
mikil. Sem betur fór brotnuðu
engar rúður í skipinu. Við vorum
frá veiðum í tvo daga vegna þessa
veðurs og við fréttum að einhver
rússnesk skip höfðu fengið á sig
brot og skemmst og er það engin
furða,“ segja þeir félagar að lokum
er þeir rifja þessa sjóferðasögu upp
en hún er þeim að sjálfsögðu
minnistæð. Rækjutúrarnir voru
oft langir allt upp í 42 daga og
liðið gátu um þrír mánuðir áður
en menn komust heim. Nú eru
engin íslensk skip þarna á veiðum
en þess má geta í iokin að Snæ-
fellið heitir nú Lómur og er gert
út frá Eistlandi en eigandi þess er
Guðmundur Svavarsson fyrrum
útgerðarmaður í Ólafsvík.
PSJ