Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 36
34
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
„Framtíðin er björt“
Viðtal við útgerðarfeðgana Bárð Guðmundsson og Þorstein Bárðarson
F.v. Þorsteinn Bárðarson, Ingibjörg Kristín Kristjánsdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir og Bárður Guð-
mundsson en þau eru eigendur Breiðavíkur ehf.
Kvöldið er fagurt og sól er
sest þegar eigendur útgerðar-
innar Breiðavíkur og feðgarnir
Bárður Guðmundsson og Þor-
steinn Bárðarson eru sóttir
heim á heimili Bárðar í Mið-
brekku í Ólafsvík. Feðgarnir
taka blaðamanni fagnandi og
setjast eftirvæntingarfullir
gegnt honum inn í stofu með
kaffi í krús albúnir að láta rekja
úr sér garnirnar. Eftir hefð-
bundið spjall um daginn og
veginn, liðinn vetur og vaxandi
vor eru kanónurnar stilltar og
Bárður í sigti til að byrja með.
Bárður, af bvaða bergi ertu brot-
inni
Eg er fæddur í Reykjavík 1953.
Foreldrar mínir heita Jóhanna
Bára Guðmundsdóttir og Guð-
mundur Bjarnason. Foreldrar
mínir bjuggu aldrei saman þannig
að ég ólst upp fyrstu þrjú árin í
vesturbæ Reykjavíkur hjá afa og
ömmu í föðurætt, foreldrum
Guðmundar föður míns, þeim
Þórunni Pálsdóttur og Bjarna
Nikulássyni. Þriggja ára að aldri
fluttist ég til Isafjarðar með móð-
ur minni og fósturföður, Þorláki
Arnórssyni. Ég var hjá móður
minni og fósturföður á ísafirði
yfir vetrartímann næstu árin en
fyrir sunnan hjá afa og ömmu yfir
sumartímann allt þar til við flutt-
um aftur suður til Reykjavíkur
þegar ég var 10 ára og í borginni
bjó ég áfram meðan ég var í for-
eldrahúsum. Varðandi bergið sem
ég er brotinn af þá má rekja það
til Snæfellsness að hluta en teng-
ing mín Snæfellsnesið er sterk því
ég heiti eftir Bárði langafa mínum
í móðurætt, sem bjó á sínum tíma
í Gröf í Grundarfnði.
Hvað segirðu mér af bjúskapar-
stöðu ogfjölskylduhögum?
Konan mín heitir Ingibjörg Júl-
íusdóttir fædd 1954 og uppalin á
Miðhúsum í Breiðavík. Við
kynntumst suður í Hafnarfirði á
sínum tíma og giftum okkur
1975. Við eignuðumst fjögur
börn. Þorsteinn er elstur fæddur
1975. Næstur kom Kristinn
fæddur 1977 en lést sama ár
nokkurra vikna gamall. Jóhanna
Kristín er þriðja fædd 1978 og
yngstur er Vignir Már fæddur
1982.
Mér skilst þið bafið biiið víða á
þessum rúmti þrjátíu árum sem þið
bafið btíið samaní
Það fer eftir því hver metur.
Sumum finnst við hafa búið víða
og öðrum ekki. Við bjuggum
fyrstu árin okkar í Hafnarfirði síð-
an fluttum við suður með sjó til
Sandgerðis og vorum þar í nokkur
ár. Þegar níundi áratugurinn var
tæplega hálfnaður fluttum við út á
Hellissand. Árið 1992 fluttum við
aftur í Hafnarfjörðinn en entumst
ekki nema þrjú ár því Snæfellsnes-
ið togaði í okkur þannig að snjóa-
veturinn 1995 fluttum við til
Ólafsvíkur og keyptum húsið hér
í Miðbrekku. Við höfum tekið
þetta hús alveg í gegn og endur-
nýjað og gert upp það sem þurfti.
Þorsteinn, égget ekki látið þigþaga
svona lengi. Viltu segja mér aðeins
afþér ogþinni œsku og uppeldi?
Nöfn foreldra minna eru hér
fram komin en ég er fæddur 1975
í Hafnarfirði þar sem foreldrar
mínir bjuggu fyrstu árin. Annars
eru mér minnisstæðir allir staðirn-
ir sem við bjuggum á í æsku
minni og flutningarnir milli
þeirra. Fyrst Hafnarfjörður í
frumbernsku, síðan í Sandgerði í
fyrstu bekkjum grunnskóla, þá til
Hellissands þegar ég var í 3. bekk.
Grunnskólaprófi lauk ég á Hell-
issandi en eftir það fluttum við í
Hafnarfjörðinn og svo vestur aftur
og í það skiptið til Ólafsvíkur en
þá var ég eiginlega fluttur að
heiman. Allir þessir flutningar
kostuðu að maður missti vini og
þurfti að eignast nýja vini og fé-
laga á nýjum stað og það tók tíma
og stundum tók það á.
Hvað segirðu mér af þínum fiöl-
skylduhögum?
Konan mín heitir Ingibjörg
Kristín Kristjánsdóttir fædd í
Reykjavík 1975 en uppalin í
Stykkishólmi. Við giftum okkur á
liðnu ári 2007 og eigum tvö börn
saman Ingibjörgu Eygló fædda