Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 40
38
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
Ræða á sjómannadegi á Heliissandi 2007
Erla Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Rifi
Kæru sjómenn og aðrir gestir,
gleðilega hátíð.
I mínum huga hefur sjómanna-
dagurinn alltaf verið mjög stór há-
tíð. Strax sem barn skynjaði ég til-
hlökkunina og gleðina sem tengd-
ist þessari helgi. Eg man óljóst
eftir hátíðarhöldum á Drymbun-
um en ég man vel eftir fyrstu há-
tíðarhöldunum hérna á þessum
stað og vígslu á styttunni Jöklur-
um í grenjandi rigningu.
Sjósókn og sjómennska hafa
spilað stórt hlutverk í mínu lífi.
Þegar ég var að alast upp voru sjó-
menn eins og pabbi minn mikið
minna heima heldur en sjómenn í
dag eru. Varla var tekið helgarfrí
alla vertíðina frá jantiar fram til
páska. A haustin hélt pabbi oftast
austur á land til síldar- og loðnu-
veiða og kom þá ekki heim allan
þann tíma. Er mér mjög minnis-
stætt eitt sinn er mamma segir við
okkur krakkanna að fara út í
glugga og fylgjast með þegar
pabbi kemur heim. Við biðum
spennt í glugganum en sáum bara
ókunnan mann koma. Við
þeltktum ekki pabba okkar þar
sem hann var í nýrri úlpu og bú-
inn að láta sér vaxa skegg.
Nýr hesmur
I uppvextinum kynntist maður
tilfmningaskalanum sem tengdist
þessu starfi, vonbrigðunum þegar
illa fiskaðist, stolti og sigurtilfmn-
ingu þegar aflabikar var hampað
og vel gekk og óttanum þegar
slæm veður skullu á. Er mér sér-
staklega minnisstæð ein nótt sem
ég vakti með móður minni þegar
Hamar strandaði á Töskuskerinu
við innsiglinguna í Rifi. Tvísýnt
var alla nóttina hvort tækist að
bjarga bát og áhöfn úr þeim
háska, sem tókst, sem betur fer
giftusamlega.
Sjálf fór ég í fyrsta sinn með
pabba á sjó þegar ég var 12 ára.
Það var ekki í veiðiferð heldur var
ferðinni heitið til Isafjarðar að
sækja nýja ljósavél í Hamar. Nýr
heimur opnaðist fyrir mér að
skoða landið frá sjó. Fjöllin á
Vestfjörðum í sinni ægifögru
mynd fundust mér ævintýraleg.
Fleiri ferðir fór ég með pabba á
sjó, það eftirminnilegasta úr þeim
ferðum er sjóveikin og tókst mér
að stífla vatnslása með ælu, föður
mínum til lítillar skemmtunar.
Kenndi sjómönnum
ný vinnubrögð
Eftir að ég lauk háskólanámi
réðst ég til Skagstrendings á
Skagaströnd sem framleiðslu- og
gæðastjóri. Fyrirtækið átti frysti-
togarann Örvar og var um það bil
að fá nýjan mjög stóran og full-
kominn frystitogara, Arnar, til
viðbótar. Starf mitt fólst meðal
annars í því að kenna sjómönnun-
um ný vinnubrögð við vinnsluna
sem og að stýra framleiðslunni í
mismunandi pakkningar eftir
sölumöguleikum. Eg predikaði
mikið um mikilvægi hreinlætis við
vinnsluna og þótti sjómönnunum
það mikið um allt þetta hreinlætis
og bakteríu tal mitt að þeir gáfu
mér fljótlega viðurnefnið Erla
Gerla.
I sjóferðum mínum með togur-
um Skagstrendings kynntist ég
lífsmynstri sjómanna sem voru
heilan mánuð á sjó og stoppuðu
svo nokkra daga í landi. Merki-
legt fannst mér að kynnast mis-
munandi andrúmslofti sem fylgdi
áhöfnunum. Hjá einni ríkti mikil
jákvæðni gagnvart öllum verkum,
léttleikinn sveif yfir vötnum,
menn studdu hver annan og hlut-
irnir unnust einfaldlega létt og
skemmtilega. Meðan öðrum
stjórnendum og öðrum áhöfnum
fylgdi mikið þyngri andi. I svona
litlu samfélagi sem einn bátur er,
Ósfqim sjómönnum og aðstamkndum þárra um farufaílt
tiífiamhyju með daginn.
Starfsfóíj öjastar edf
Nastar ehf.
Skútuvogur lb - 104 Reykjavík
Sími: 562-9000 - fax: 562-9001
Útflutningur á sjávarafurðum tölvupóstur: nastar@nastar.is
N o r t h~A 11 a n t i c S t a