Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 41
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
39
þar sem menn deila saman
nokkrum rúmmetrum í fjarlægð
frá öllum sínum, sést svo skýrt
hve mikilvæg góð stjórnun og góð
mannleg samskipti eru.
Óvissa í ytra umhverfi
Síðustu 13 árin hef ég notið
þeirra forréttinda að vinna að
rekstri sjávarútvegsfyrirtækis þar
sem saman er fiskvinnsla, smá-
bátaútgerð og togbátur. Fjöl-
breytileikinn-. í þeim verkefnum
sem ég hef á þeim tíma tekið mér
fyrir hendur hefur verið mikill.
Rekstur svona fyrirtækis er flók-
inn nú á tímum, með marga ytri
óvissuþætti, þar sem spila þarf
með leikreglum stjórnvalda, allar
ákvarðanir þurfa að hljóta náð
fjármálastofnanna og tekjurnar
sveiflast eftir alþjóðlegu umhverfi
gjaldeyrismarkaða. Að ekki sé nú
minnst á óvissuna með kvótann
og þá skerðingu sem til dæmis
núna vofir yfir. Talandi um óvisst
ytra umhverfi þá verður mér
hugsað til hans Friðþjófs afa míns
sem gerði út bæði frá Rifi og
Krossavík. A hans tíma voru
óvissuþættirnir náttúruöflin og
kúnstin var að lesa rétt í þau.
Veðrið spilaði höfuðrulluna en
einnig var mikilvægt að vera séður
að útvega sér góða beitu, þekkja
til strauma, góðra fiskimiða og
fiskgengdar. Að lokinni sjóferð á
opnunr báti og við lélegan aðbún-
að þurfti að gera að aflanum og
verka hann. Um sölu aflans ríkti
líka lengst af mikil óvissa. Þannig
má segja að sjávarútvegur hafi
alltaf húið við óviss ytri skilyrði
bara með ólíkum hætti.
Fiskurinn hágæða matvæli
Á tímum mikillar umræðu um
kvóta, fjármál og arðsemi finnst
mér stundum gleymast hvað það
er sem við í sjávarútvegi erum
raunverulega að vinna að, en það
er að framleiða matvæli. Aður fyrr
var fiskur álitin tros og þótti ekki
fyrsta flokks matur. Nú keppir
fiskurinn í ríkara mæli við hágæða
matvæli. Nútíma samgöngur gera
það að verkum að hægt er að
flytja ferskan, unninn fisk frá Rifi
til verslana í stórborgum Evrópu á
innan við sólarhring. Þetta hefur
gert það að verkum að stöðugt
nýir markaðir fyrir afurðirnar hafa
opnast á undanförnum árum.
Ferskur fiskur hefur verið að
vinna sér ríkari sess sem lúxusmat-
ur. Markaðssetning og sala á
fiskafurðum hafa verið með
ánægjulegustu verkefnum sem ég
hef unnið að á síðastliðnum
árum.
Sóknarfæri á lúxusmarkaði
Eg heimsótti í vetur stærsta
kaupanda Sjávariðjunnar í Sviss.
Ég fór í nokkrar af verslununum
sem selja fiskinn og spjallaði við
afgreiðslufólkið. Það sagði að
mest væri keypt af besta fiskinum
- sem auðvitað var okkar fiskur -
fyrir helgar, hátíðar og þegar fólk
væri að gera sér dagamun. Margir
spyrðu hvort fiskurinn væri veidd-
ur á umhverfisvænan hátt og
hvort stofninn væri í útrýmingar-
hættu. Áherslan á góða umgengni
við náttúruna hefur skilað því að í
ríkara mæli spáir fólk meira í upp-
runa matvælanna og að hverju
það sé að stuðla með kaupum á
þeim. I þessu samhengi tel ég að
sjómenn eigi enn töluverð sóknar-
færi á þessum lúxusmarkaði með
enn betri meðhöndlun á aflanum
um borð. Islenskur fiskur hefur
allt, sem þarf til að bera, til stand-
ast samkeppni við önnur matvæli
á þessum dýrasta matvælamark-
aði. Ég er mjög bjartsýn á sölu á
íslenskum fiski í framtíðinni. Ég
hef þá trú að enn verði hægt að
auka verðgildið á hverju kílói sem
fæst upp úr sjónum.
Valinn maður í hverju rúmi
Það hefur verið mér gott vega-
nesti í lífinu að hafa alist upp í
sjómannsfjölskyldu og í sjávar-
þorpi. Störf í sjávarútvegi bæði til
sjós og lands hafa verið krefjandi
en jafnframt gefandi alla tíð. Þetta
eru mikilvæg störf þar sem miklu
máli skiptir að valin maður sé í
hverju rúmi. Á því hafa framfarir í
sjávarútvegi byggst til þessa og
mun svo verða um ókomna tíð.
Ég vil að lokum þakka sjómanna-
dagsráði fyrir þann heiður sem
mér er sýndur með því að flytja
hátíðarræðu dagsins.
Ég óska yklvur öllum gleðilegs
sjómannadags og allra heilla í
framtíðinni.
Sendum sfómönnum okkar bestu kveðjur
á sjómannadaginn !
STEINPRENT
Sandholt 22, Ólafsvík steinprent @simnet.is
S: 436 16)7 • Fax.- 436 1610