Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Síða 44

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Síða 44
42 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Ræða á sjómannadegi í Ólafsvík 2007 Góðan dag gott fólk og gleði- lega hátíð, sérstaklega vil ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Eins og kynnirinn sagði hér áðan þá heiti ég Tryggvi Leifur Óttarsson og hef undanfarin 15 ár starfað sem framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Is- lands hf. Mesti hátíðisdagurinn Sjómannadagurinn hefur alltaf verið mesti hátíðardagur ársins í mínum huga, og ávallt mikið um að vera á þessum degi á Hell- issandi, þar sem ég er uppalinn. Fyrstu sjómannadagarnir sem ég man eftir eru í kringum 1970 og fóru hátíðarhöldin á Sandi þá fram á Drimbunum sem kallaðar eru og eru rétt ofan Keflavíkurvar- ar. Þar voru aldraðir sjómenn heiðraðir, keppt í reiptogi, neta- bætningu, beitningu, pokahlaupi, knattspyrnu og tunnuhlaupi svo fátt eitt sé nefnt. Síðar flytjast há- tíðarhöldin upp í sjómannagarð, þar sem byggð hefur verið upp myndarleg aðstaða m.a. með sjó- minjasafni, sem er í endurgerðum torfbæ sem hét Þorvaldarbúð og stóð niðri á Sandi, danspalli, eftir- líkingu af aflraunasteinunum á Dúpalónssandi og styttu til minn- Tryggvi Leifur Óttarsson ingar um drukknaða sjómenn. Sjómannagarðurinn á Hellissandi er án efa fjölsóttasti viðkomustað- ur ferðamanna í plássinu. Um þetta leyti færast hátíðar- höldin yfir á laugardaginn líka og breytist sjómannadagurinn þar með í tveggja daga hátíð. Hátíð- arhöldin á laugardeginum fara fram í Rifshöfn, þar er m.a. keppt í kappróðri, stakkasundi, koddaslag og jakahlaupi, þar sem vörubretti eru í hlutverki jakanna. Ekki er hægt að gera sjómanna- deginum á Hellissandi skil nema minnast á sjómannamessuna, sem ávallt er fjölsótt og haldin á sunnudeginum. Síðast en eldti síst er það svo sjómannadansleikurinn sem haldinn er í Röstinni að kveldi hvers sjómannadags. Ein- hverju sinni var reynt að færa dansleikinn fram á laugardaginn en það skilaði sér í annað hvort of góðri eða of bágborinni heilsu viðstaddra við hátíðarhöldin á sunnudeginum og því var dans- leikurinn snarlega fluttur aftur til sjómannadags. Aukið frjálsræði Sjávarútvegur hefur allt frá landnámi verið snar þáttur í þjóð- arbúskap okkar íslendinga, en lengst af við aðstæður sem ekki þættu merkilegar í dag. Sjórinn var sóttur á árabátum og meðferð og ráðstöfun aflans var ekki upp á marga fiska. En á 19. öld, skútu- öldinni, hófst útgerð þilskipa og fyrstu útgerðarfyrirtækin, sem eitthvað kvað að, urðu til. Einok- unarhöftunum var hrundið og ís- lendingar fóru sjálfir að höndla með sínar sjávarafurðir til útlanda. Þar af leiðandi skilaði arðurinn af fiskútflutningnum sér heim til Is- lands í stað þess að verða eftir í danaveldi. Þetta varð íslenskum útvegsmönnum mikil hatning til framfara og eflingar sjávarútvegs- ins. Vélvæðing bátanna hefst svo fyrir alvöru í byrjun síðustu aldar og í kjölfarið fylgdu miklar fram- farir í íslenskum sjávarútvegi. Aukið frjálsræði í viðskiptum og bættar samgöngur til og frá land- inu hafa átt gríðarlega stóran þátt í að auðvelda markaðssetningu sjávarafurða okkar og ekki síst stutt þá þróun sem hér er vitnað til. Þessar öru framfarir ruddu einnig brautina fyrir framförum í öðrum atvinnugreinum og lögðu grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag. En ekkert af þessu er sjálfsagt og við sem búum þetta land verðum að standa vörð um lífsgæðin og leitast við að nýta auðlindir okkar með skynsamleg- um hætti. Við sem störfum í sjáv- arútvegi og förum höndum um íjöregg þjóðarinnar berum sér- staka ábyrgð í þessu sambandi og ber okkur því að haga framgöngu okkar með ábyrgum hætti. Ær og kýr gengu sjálfala Sjávarútvegur er samheiti yfir alla nýtingu sjávargagns, hvort sem um ef-að ræða fisk í sjó, fugl í björgum, fjörunytjar eða nýtingu sjávarspendýra. Sel og hvalveiðar hafa lengst af verið mikilvægur þáttur í okkar sjávarútvegi, skapað mildar útflutningstekjur og við- haldið ákveðnu jafnvægi á milli tegunda í hafinu. Nú er aðalfundi hvalveiðiráðsins nýlokið og sem betur fer þá virðist sem sú sam- kunda sé að verða faglegri í háttar- lagi og vonandi að færast nær markmiði sínu og skilgreindum tilgangi um að veita ráðgjöf um skynsamlegasta verndun og nýt- ingu hvala. Það er álit þeirra er gerst til þekkja að aukum við ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.