Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 45
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
43
hvalveiðar okkar þá munum við
hreinlega verða undir í samkeppn-
inni við þessar þurftamiklu skepn-
ur þegar kemur að nýtingu fiski-
stofnana. Það er því brýnt að þeir
sem halda um stjórnartaumana
hér á landi sýni þá djörfung og
þann þrótt sem þarf til að nýting
sjávarspendýra verði alvöru at-
vinnugrein á nýjan leik og láta
ekki stjórnast af þvingunaraðgerð-
um þrýstihópa. Allir sannir um-
hverfissinnar vilja sjá jafnvægi í
lífríkinu, ég er hræddur um að
það kvæði við annan tón ef slátr-
un kvikfjárs yrði bönnuð og ær og
kýr gegnu sjálfala um náttúru Is-
lands með tilheyrandi gróðureyð-
ingu og vesöld þeirra sjálfra.
Gríðarleg verðmætasköpun
Hér á Snæfellsnesi eru fiskveiðar
jafngamlar landnámi og er þess
víða getið í fornsögunum. T.d. er í
Laxdælu og Njálssögu lýsingar á
verstöðinni Bjarneyjum og sagt
frá því að þar hafi oft margt verið
um manninn. I Grettissögu, Eyr-
byggju og Bjarnar sögu Hítardals-
kappa greinir frá skreiðarferðum
út á Snæfellsnes. OIl þeldtjum við
sagnirnar af sjóróðrum frá Dritvík
og Gufuskálum og bera aflrauna-
steinarnir á Djúpalónssandi við
Dritvík og fiskibyrgin á Gufuskál-
um ótvírætt vitni um athafnir
manna þar. Þessar sagnir og um-
merki staðfesta mikla útgerð á
nesinu þegar á 10. og 11. öld, og
að fólk hafi sótt þangað til sjó-
róðra og skreiðarkaupa víða að af
landinu.
Það er einnig á stundum sem
þessum sem maður lítur til baka
og þakkar fyrir þau forréttindi að
fá að alast upp við sjávarsíðuna,
fylgjast með og taka þátt í þeirri
gríðarlegu vermætasköpun sem
hér á sér stað og er óumdeilanlega
ein helsta forsenda þeirra góðu
lífskjara sem við íslendingar búum
við og ég minntist á áðan. Vissu-
lega kemur fleira til og sem betur
fer fjölgar undirstöðum okkar
efnahagskerfis en sjálfsagt hefðum
við aldrei komist út úr torfkofun-
um ef ekki hefði tekist að nýta þá
auðlind sem felst í okkar gjöfulu
fiskimiðum
Dugleysi sjómanna
Eg vona að hátíðleiki sjómanna-
dagsins haldist um ókomna tíð
hér um slóðir og að hann lognist
ekki út af eins og víða hefur gerst.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess
að hátíðarhöld á sjómannadegi
skuli hafa lagst, að hluta til eða al-
veg, af á stöðum eins og Keflavík,
Akranesi, Isafirði og nú síðast Ak-
ureyri þar sem engin hátíðarhöld
verða í ár. Þar kennir forsvarsmað-
ur sjómannafélags Eyjafjarðar út-
gerðum um og segir þær ekki vilja
styðja hátíðarhöldin fjárhagslega.
Það finnst mér hins vegar bera
vott um dugleysi sjómanna á
svæðinu og er viss um að ef vilji
væri fyrir hendi hjá sjómönnun-
um sjálfum þá þyrfti ekkert að
óttast. Hverju sem um er að
kenna er Ijóst að ábyrgð þeirra
sem standa fyrir skipulagningu
hátíðarhaldanna á hverjum stað er
mikil og ég er viss unr að söknuð-
ur margra Snæfellinga yrði mikill
ef þessi hátíðarhöld legðust af í
okkar byggðum.
Aldrei að sofna á verðinum
Ég held að það sé einnig hollt
að velta tilgangi sjómannadagsins
aðeins fyrir sér, en hann var fyrst
haldinn hátíðlegur fyrir tæpum 70
árum síðan til að leggja áherslu á
mikilvægi sjómannastéttarinnar
og til að minnast þeirra sjómanna
sem farist hafa við störf sín. Þó
svo að skipsskaðar séu til allrar
blessunar ekki jafn hræðilega tíðir
nú og fýrr á tímum, þá erum við
reglulega minnt á ógnarkrafta
náttúruaflanna með tilheyrandi
sársauka og missi. Því megum við
aldrei sofna á verðinum þegar
kemur að öryggismálum sjó-
manna og skora ég á sjómenn og
allra aðra er málið varðar að hafa
það í huga. Jafnframt vil ég nota
tækifærið og færa þeim sem starfa
í björgunar-sveitunum hér á nes-
inu þakkir fyrir þeirra óeigin-
gjarna og aðdáunarverða framlag
til öryggis og björgunarmála. Ég
er hræddur um að ekki væri mikil
byggð hér á nesinu ef enginn
sækti lífsbjörgina í hafið og því er
vel við hæfi að halda vel og mynd-
arlega upp á sjómannadaginn til
að sýna sjómönnum vorum að við
kunnum að meta þeirra störf.
Megi þið áfram eiga ánægjulega
sjómannadagshelgi, ekki einungis
þessa heldur á hverju ári um
ókomna framtíð.