Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 48

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 48
46 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Jónas Sigurðsson var skólastjóri Stýrimanna- skólans í Reykjavík sagði að það væri vont að fá kenn- ara út á land og taldi málinu allt til foráttu og var mjög neikvæður. Þetta urðu mér mikil vonbrigði en ég vildi ekki gefast upp og tók þá til þess ráðs að skrifa bréf til þá- verandi menntamálaráðherra. Eg gerði honum grein fyrir því að nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir þessar undanþágur, sem voru raunar orðnar að stóru vandamáli á Islandi. Til þess yrðu skólayfir- völd að koma til móts við þessa menn og færa skólann út á land! Hjólin að snúast Þetta ástand var viðloðandi víðs vegar um allt land en þó var farið að kenna bæði í Vestmannaeyjum og á Dalvík við miklar vinsældir, við hlytum að geta þetta líka. En nú fóru hjólin að snúast, því að stuttu seinna kom jákvætt svarbréf frá ráðuneytinu og Jónas skóla- stjóri var farinn að linast þar sem hann sá að þetta gæti gengið ef ákveðnum skilyrðum væri full- nægt. A meðan ég beið eftir svari frá menntamálaráðuneytinu fór ég og talaði við einn kennarann við Sjómannaskólann í Reykjavík sem ég þekkti, en það var Jón Þór Bjarnason. Elann varð strax mjög jákvæður og sagðist vera til í að koma vestur til að kenna og veita skólanum forstöðu. Með þetta í farteskinu fór ég svo heim og gat sagt mínum mönnum að málið væri í góðum farvegi. Góð ráð dýr Leið nú og beið og þá fékk ég bréf frá Jónasi skólastjóra þess efn- is að búið væri að samþykkja að halda skólann hérna í Ólafsvík n.k. vetur, sem gæfi skipstjórnar- réttindi að 120 tonnum. Skilyrðin voru þau að Sjómannaskólinn þyrfti ekki að bera neinn kostnað af húsnæðinu fyrir skólann né kennara en hann myndi greiða þeirra laun. Og nú voru góð ráð dýr því þetta bil þurfti að brúa. Ég fór í það að ganga á milli út- gerðarmanna og bæjaryfirvalda til þess að fá stuðning. Verð ég að segja að surnir af útgerðarmönn- unm voru ekkert hrifnir af þessu brölti í mér og að þurfa þá að sjá á eftir mönnum sínum heila vertíð, það gæti bara ekki gengið. Benti ég þeim á að þarna fengju þessir menn, sem sumir hverjir höfðu stundað sjómennsku réttindalaus- ir í áratugi, tækifæri til þess að sækja sér þessi nauðsynlegu rétt- indi í heimabyggð og losna þar með undan þessum endalausu undanþágum. Eftir nokkra um- fjöllun og skýringu á hvernig mál- um væri háttað fór svo að útgerð- armenn bæði í Ólafsvík og Hell- issandi hvöttu mig áfram. Málið í höfn Fljótlega í kjölfarið kom vilyrði frá útgerðamönnum og Alexander Stefánssyni, þáverandi sveitar- stjóra, um að fjármagna annan kostnað en kennaralaun sem hlyt- ist af skólanum. Þar með var mál- ið í höfn og miklu fargi af mér létt en þetta hafði verið nokkuð strembin ganga. Svo þegar Sjó- Jón Þór Bjarnason skólastjóri stýrimanna- skólans í Ölafsvík mannaskólinn auglýsti eftir nem- endum um vorið þá sóttu 20 manns um og komu víðs vegar að af landinu og þá var ekki aftur snúið. Það var stór dagur í Ólafs- vík þegar skólinn var settur í byrj- un september 1971 og viðstaddir voru við setninguna flestir útgerð- armenn af staðnum og helstu for- svarsmenn bæjarins. Kennt var í safnaðarheimili kirkjunnar 6 daga vikunnar frá kl. 8 á morgnana til ld. 18 á daginn og á laugardögum frá kl. 8 til 12. Jón Þór skólastjóri var mjög góður kennari og kenndi hann allar siglingagreinarnar og kona hans Kristbjörg kenndi dönsku og ensku. íslensku kenndi sr. Ágúst Sigurðsson, Sig- urður Sigurðsson, netagerðarmað- ur í Ólafsvík kenndi verklega sjó- vinnu og Hreggviður Hermanns- son læknir kenndi heilsufræði. Með miklum ágætum Prófin byrjuðu svo föstudaginn 13. mars 1972. Eftirfarandi menn voru skipaðir í að vera prófdómar- ar: Formaður nefndar var Helgi Hallvarðsson skipherra, Soffía Þorgrímsdóttir kennari, Gunnar Gunnarsson skipstjóri og Ulfljót-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.