Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 53

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 53
51 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Á myndinni er Jóhann Long Jóhannsson með syni sína tvo þá Arnar Long til vinstri og Óskar Long til hægri. Myndin er tekin í fermingu Arnars árið 2005. vinnu bæði ég og aðrir,“ segir Jói. „Fólk grátbændi þennan mann um vinnu. Sumir áttu ekki mat fyrir heimilið og ýmsar aðrar ástæður fyrir því að fólk sótti í vinnuna og þar með peninga fyrir heimilið. Svo benti hann á þá sem hann valdi úr og fengu vinnu en hinir fóru hnípnir heim og von- uðust eftir vinnu næsta dag og svona var þetta dag eftir dag. Þá var pabbi alltaf að segja við mig hvort ekki væri nú betra að læra eitthvað heldur en að ráfa um göt- urnar í atvinnuleit en það var alltaf nóg að gera hjá pabba,“ segir Jói. Það varð nú samt úr að Jói byrjar að læra skósmíðar hjá föður sínum og er hjá honum í tvö eða þrjú ár en þá breytist margt í lífi Jóa. Stríðið skellur á Þegar hann er 17 ára skellur seinna stríðið á og það er honum minnistætt. „Eg er að labba niður Bankastrætið um vorið 1940. Þá sé ég tvo hermenn með byssur við Hótel Heklu vera reka þar út Þjóðverja og handtaka þá, en breski herinn var þá stiginn á land. Stuttu áður hafði þýskt skip strandað við landið og mennirnir voru þar inni á hótelinu. Ég labba niður á bryggu og þar er þá verið að skipa á land bílum og fleiri tækjum úr stóru skipi. Ég var alltaf með hugann við sjóinn og þá vissi ég að það vantaði sjómenn á erlend skip svo ég fer niður í norska sendiráðið í Reykjavík og spyr um pláss á flutningaskipi. Það virtist auðsótt en þeir vildu aldrei segja mér hvaðan það væri, aðeins að ég yrði sóttur þangað, sögðu þeir. Ég hætti þá við en hitti svo bróður minn sem heitir Eðvarð og segi honum þetta. Hann spyr þá hvort hann megi ekki fara í minn stað og ég segi honum að tala við sendiráðið,“ segir Jói. Bróðir hans lenti í mild- um hrakningum á skipinu sem hann fékk pláss á. Það var norskt og var skotið niður af Þjóðverjum en honum var bjargað í annað skip sem betur fór. Flestir menn sem réðu sig með þessum hætti voru yfirleitt ekki lengi um borð og struku því oft af þeim er þau komu í höfn. Bróðir Jóa komst seinna í skipsrúm á skipi frá Bandaríkjunum og einu sinni þegar það kom til hafnar í Reykja- vík vildi hann fara í land en hann fékk ekki landgönguleyfi því þeir voru hræddir um að hann kæmi ekki aftur um borð. Þá sér hann að lóðsbáturinn er að koma að skipinu og hann hendir sér í sjó- inn og kallar á mennina í bátnum og segir að honum sé haldið föngnum um borð. Þar sem þeir heyra að hann er íslenskur þá trúa þeir honum og hann fer með þeim í land þannig að hann slapp frá skipinu. Hver er þessi strákur? Jói var enn og aftur með hug- ann við sjóinn. Hann reyndi að fá pláss á skipi og það gekk að lok- Sjómenn! Tit hamingju með daqinn! raftækni st. Snæfellsbæ Engihlíð 14, Ólafsvík. Sími: 436 1458, GSM 892 5422

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.