Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 54
52
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
um en hann átti svo eftir að
stunda sjómennsku í ein 50 ár.
Fyrsta skip sem Jói ræður sig á er
Rán
síðutogarinn Rán frá Hafnarfirði.
Rán var smíðuð í Þýskalandi 1915
úr stáli og var 262 brl. Vélin var
400 ha þriggja þjöppu gufuvél
eins og mikið var um á þessum
árum. Skipstjóri hét Bjarni og var
hann kallaður „Rámur“, mikill
aflamaður að sögn Jóa en látum
hann segja okkur frá þessari ráðn-
ingu. „Þetta bar þannig að, að ég
var staddur ásamt Jónasi vini mín-
um niðri á Hótel Heklu en Ragn-
ar var þar oft og fékk sér í glas.
Hann hafði þann sið að ráða uppí
þrjár til fjórar skipshafnir þegar
hann datt í það og í þetta skiptið
réð hann m.a. mig og sagði mér
að mæta morguninn eftir. Þegar
þetta var er ég 17 ára. Eg er voða
ánægður og fer með pokann
minn um kvöldið og fer strax
fram í lúkar og fer í koju og sofna.
Svo veit ég ekkert fyrr en um
morguninn að við erum komnir
út á sjó og ég er kominn út á dekk
að Bjarni rekur í mig augun og
spyr hver þessi strákur sé eigin-
!ega. „Það er einn af þeim sem þú
réðir í gær“ segir einhver við
hann. Þá var hann búinn að reka
alla hina sem mættu um morgun-
inn en náði ekki í mig þar sem ég
var í koju þegar skipið fór úr
höfn,“ segir Jói og brosir.
Kyndarastarfið
Strax fer Jói að reyna komast í
vélina og það byrjar með því að
hann fer að skipta við einn
kyndarann sem er á Ráninni í
þessum túr. Það var mikið álag að
vera kyndari en eins og áður
sagði var Rán með gufuvél.
Kyndastarfið fólst í því að moka
kolum inn á opinn eld sem hitaði
vatn sem var í kötlunum og það
breyttist í gufu við hitann, sem
komst upp í 200 stig og knúði
Eg sá skip sprengt í lofit
upp á þessum ferðum af
tundurduflum sem Þjóð-
verjar komu fyrir á leið-
um skipalestanna og eins
voru kafbátarnir hættu-
legir. Þeir voru þá komnir
með segulmögnuð dufl.
vélina. Þetta var mikil erfiðisvinna
og menn þoldu ekki lengi við í
þessu starfi en Jóa líkaði þetta
starf mjög vel. „Kyndarinn sem ég
var að skipta við var oft svo
þreyttur að hann komst varla upp
um stigann þegar vaktin var búin.
Eg vann mér þetta svo létt að ég
fann nánast ekkert fyrir þessu.
Það var mikill hiti í kyndarapláss-
inu og oft varð að moka skart
þegar skipstjórinn vildi fá meiri
ferð á skipið. Þetta var nákvæmn-
isvinna því ekki mátti moka of
skart því þá fór eldurinn að
„dúrra“ eins og sagt var en málið
var að halda dampi,“ segir Jói
þegar hann lýsir starfinu. Fljótlega
fór Jói að leysa vélstjórana af og
stjórna vinnunnni því hann hafði
gaman af þessu starfi þó oft gengi
mikið á t.d. þegar trollið festist í
botni en þá var málið að vera
fljótur að ná að bakka skipinu en
Jói leysti þetta allt saman vel af
hendi.
Skipalestir
Þegar Jói hættir á Rán fer hann
á Karlsefni RE 24, sem var smíð-
aður í Englandi og var 323 lestir
með 700 hestafla gufuvél. Það
hlýtur að hafa verið mikil vinna á
þessum skipum með gufuvélarnar
og þá ekki síst þessi mikli mokstur
á kolum. Eftir löndun voru kol
sett í stíurnar í lestinni að aftan
þar sem næst var vélinni. Svo eftir
því sem leið á túrinn var þar sett-
ur fiskur. Þegar vel fiskaðist voru
skipin vel sigin og því mikil hætta
er skipin voru að sigla í ísingu. Jói
rifjar það upp þessu til áréttingar
þegar togarinn Max Pemberton
RE 278, en það var 323 brúttó-
lesta skip, fórst þann 11. janúar
1944, á Faxaflóa að talið var, með
29 manna áhöfn en þá var mikil
ísing. Getgátur voru þó um að
skipið hafi farist af völdum hern-
aðar en það var óstaðfest. Þá voru
þeir á Rán að berja ís alla heim-
leiðina en bæði Max Pemberton
og Ránin voru á leið í siglingu til
Englands, en þar sem þau voru
svipað stór þótti heppilegt að þau
sigldu saman út en það tíðkaðist
mikið í stríðinu. Siglingar voru
mikið stundaðar í stríðinu og
þóttu hættulegar. Eins og áður
sagði sigldu tvö sldp saman til
Englands og þegar Max Pem-
berton hafði farist þá var annað
skip samferða út. Þetta var til að
tryggja frekar öryggi skipverja ef á
þau yrði ráðist af þýskum kafbát-
um eða af öðrum ástæðum. Þá var
líka siglt í skipalestum og þessi
tími er minnistæður fyrir Jóa. „
Við fórum í ,,convoy“ og skipum