Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 59

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 59
Sjomannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 57 Skipverjar á Skarðsvík 1964. Skipshöfnin um borð í m/b Skarðsvík 1963. fjölskylduna og kaupir þar hús af Óttari Sveinbjörnssyni, Munaðar- hól 18, sem þá var í byggingu og býr þar með fjölskyldunni allan tímann sem þau eru fyrir vestan. B/V Elliði ferst Jói fer svo á vetrarvertíðina á Skarðsvíkinni þótt Siggi hefði sagt við hann að vertíðin hjá honum væri mörgum erfið. „Það verður bara svo að vera,“ segir Jói við hann en hún varð Jóa og fleirum örlagarík þessi vetrarvertíð árið 1962. Laugardaginn 10. febrúar koma fréttir um það að b/v Elliði frá Siglufirði sé að sökkva um 15 sml út af Öndverðarnesi . Skip og bátar frá Snæfellsnesi eru beðin um að fara til leitar en áhöfnin af Elliða, alls 31 maður, hafði komist í björgunarbáta og fleka. Skipið hafði fengið á sig brotsjó í norðan 8-10 vindstigum og stórsjó. Sig- urður skipstjóri á Skarðsvíkinni kallar sína menn út og fara á til leitar. Seinna urn kvöldið komu svo Skarðsvíkurmenn að björgun- arfleka frá Elliða en þar um borð voru tveir menn látnir og voru þeir teknir um borð í varðskip. Stuttu áður, þennan sama dag, hafði Jói lent í óhappi. „Eg var að fara út frá Sigga og Valdísi en ég átti eftir að klára smávegis píparí niðri í Kaupfélagi. Eg fer út á tröppurnar en þar er þá smávegis hálka og renn til og hendist upp í loftið og lendi þannig að ég brýt báðar pípur á hægri fótlegg og ég heyrði þær brotna. Ég man að Mangi Efjartar, faðir Valdísar, sér þetta þegar ég er í loftinu en hann brosti bara og sagði að þetta væri greinilega ekki mikið. Hann bar mig þó inn í hús aftur, en ég fann mikið til og það kom í ljós hvað hafði gerst. Það var vitlaust veður þennan dag og sjúkraflugvél komsr ekki á flugvöllinn á Gufu- skálum en um nóttina lagast veðr- ið það mikið að Björn heitinn Pálsson flugmaður gat lent. Þú mátt fara með mig til Ameríku ef þú vilt, en þá var búið að sprauta mig svo mikið niður að ég fann ekkert til svo mér var alveg sama hvað hann gerði. Skarðsvík SH sekkur Þegar við erum komnir í loftið segir Björn flugmaður við mig hvort ekki sé í lagi að taka smá sveig út á sjóinn til leitar að bát. Jú jú segi ég. Þú mátt fara með mig til Ameríku ef þú vilt, en þá var búið að sprauta mig svo mikið niður að ég fann ekkert til svo mér var alveg sama hvað hann gerði. Um morguninn vakna ég á Landsspítalanum með gifs upp í nára og það fyrsta sem ég heyrði í útvarpinu er að talað er um að Elliði hafi farist og Skarðsvíkin líka. Þetta voru slæmar fréttir en tveir menn fórust af áhöfninni á Elliða. A leiðinni heim úr leitinni að skipbrotsmönnunum kom leki að Skarðsvíkinni sem ekki náðist að stöðva og báturinn sökk stuttu síðar. Þeir sem voru á henni er hún fórst voru eftirtaldir: Sigurð- ur skipstjóri, Friðjón Jónsson stýrimaður, Sigurður Árnason vél- stjóri, Almar Jónsson matsveinn og hásetarnir Guðmundur Guð- mundsson og Sigurjón Illugason. Það gleðilega var að öll áhöfnin á Skarðsvíkinni komst í gúmmí- bát og var bjargað um borð í Stapafell SH 15 en skipstjóri á því var Guðmundur bróðir Sigga skipstjóra.“ Þess má geta að Skarðsvíkin var 87 lesta tréskip og kom til landsins í ársbyrjun 1961. Vélskólinn „Eg fer að hugsa mín mál á spítalanum og ákvað að nota tím- ann til að fara i Vélskólann hér í Reykjavík meðan ég gat ekki unn- ið vegna brotsins. Ég færi það í tal við Sigga og hann segir að það sé allt í lagi. Ég var ágætlega tryggð- ur svo ég hafði þokkalega fram- færslu á meðan ég var í skólanum. Svo kemur ný Skarðsvík í ágúst þetta sama ár, 1962, en það skip var smíðað í Noregi og var 176 brl. Ég er svo með Sigga næstu 22 árin og það var sannarlega góður tími. Ný Skarðsvík kemur árið 1975 og var 347 brl. og mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.