Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 62

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 62
60 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Málshættir Fast þeir sóttu sjóinn Islendingar stunduðu fisk- veiðar í meira en þúsund ár á opnum bátum sem nú þykja manndrápsfleytur til sjósóknar á djúpmið. A hverjum báti voru yfirleitt átta til tíu menn, jafnvel tólf. Sjósókn var áhættusöm, og hver áhöfn átti í raun líf sitt undir formanni sínum, hversu glöggur hann var á veður og varfærinn í úfn- um sjó, hve fljótur hann var að greina ólögin, hvernig hann stýrði fleyi sínu í vör. En í þeim efnum var margs að gæta eins og segir í Islenzkum þjóð- háttum: Ekki niega menn rétta yfir róðrabáta eður skip sem verið er að setja fram til fiskveiða heldur á að gera það aftur eður fram fyrir skipið. Ekki má heldur kasta fiski yfir þvert skip þegar af er kastað heldur á hver að kasta út á sitt borð eður beint fram úr stafni; allt þetta veldur aflaleysi og óhöpp- um. Formaður skal ætíð snúa skipi sínu sólarsinnis þá frá fjöru rær; ella veldur það óhöppum og slysum. Sjálfsagt þykir varúð af þessu tagi blandin hindurvitnum, en hún var ei að síður hluti af þeirri öryggiskennd sem reynt var að skapa, til dæmis með sjóferðar- bæn. Sjómenn öðrum fremur skyldu gæta þess að virða helgi sunnu- daga og annarra hátíðisdaga : Enginn má kemba sér upp úr vatni á sunnudag því þá drukknar hann í sjó. ALDA Eftir storminn Iifir aldan Eftir storminn lifir aldan. Sjór verður úfinn þegar stormur blæs um voga, og öldur ber að landi löngu eftir að storminn lægir. Eins er um átök rnanna í milli. I hug- anum eru öldur þótt friður sé saminn. Menn geta jafnvel borið ör á sálinni til æviloka þótt sárið sé gróið fyrir löngu. AR Mörgum flotar ein ár til lands- Bágt er einni ár til lands að róa - Það er uggvænt hvar áralaus lendir - Rekur tíðum þó róið sé öllum árum. Mörgum flotar ein ár til lands. Menn voru illa staddir ef engin ár var um borð. Með einni ár gátu þeir kannski bjargað sér til lands. Bágt er hins vegar einni ár til lands að róa. Og það er uggvænt hvar áralaus lendir. Þeir sem bár- ust áralausir að landi hröktust undan sjó og vindi og urðu að treysta á heppni og handleiðslu guðs um að halda lífi. Sá sem er ekki í þeirri aðstöðu að geta bjarg- að sér sjálfum má með sönnu kall- ast áralaus í þessu lífi. Rekur tíðum þó róið sé öllum árum. Oft bar svo við, að menn höfðu ekki afl til að róa á móti öldum og vindi og rak þá undan veðri. Þá reyndu menn að halda í horfinu og komast í var. Svo er einnig nú. Menn lenda stundum í þvílíkum mótbyr í lífinu, að þeir ráða sér ekki, og þegar verst lætur er andstreymið sjálfskaparvíti. I öllum þessum málsháttum er ár tákn fyrir það sem mönnum er nauðsynlegat til að bjarga sér, af hvaða tagi sem það er. Þeir hæfa því við margvísleg tilefni, hver með sínum hætti. BÁRA Sjaldan er ein báran stök- Þegar ein báran rís er önnur vís Sjaldan er ein báran stök. Oldur líða að landi hver af annarri eða dynja reglubundið á ströndinni ef brimar. Þegar ein báran rís er önnur vís sögðu menn. Þessa málshætti taka menn sér í munn þegar ógæfan knýr sífellt dyra hjá sama fólki. Ekki er ofmælt, að tugir kvenna og barna sáu á bak föður, bróður, syni eða frænda á hverri vertíð. Menn reyndu að sæta lagi þegar þeir sigldu báti að strönd, en lag er hlé sem verður milli alda. Það heppnaðist oftast, en margir druldtnuðu í flæðarmáli af því að skip þeirra varð fyrir ólagi, lenti undir broti eða hol- skeflu. BÁTUR Sá verður að laumast með landi sem lekan hefur bát. Þeir komast ekki á djúpmið sem róa á lekum báti. Þeir verða að halda sig á grunnsævi til þess að eiga stutt í land. Þannig fer þeim sem hefur lélegan málstað. Hann laumast með landi í málflutningi, hættir sér ekki á djúpmið. Ofhlaða má hvern bát. For- menn urðu að kunna skil á hve mikið mátti hlaða bátinn, annars var öllum hætta búin. Þannig get- ur mönnum einnig farið nú, þótt ekki sæki þeir sjó. Þá ætla þeir sér eða öðrum of mikið, komast ekki yfir það sem þeim ber að gera, og geta jafnvel ofgert heilsu sinni. BOÐI Banahætt er á boðanum - Brotna skal boði á skeri Banahætt er á boðanum. Boði er brotsjór eða holskefla og rís einkum þar sem grynningar eru eða sker ; orðið getur Iíka merkt blindsker. Þar þurfti að sigla með sérstakri gát, því að annars var mönnum og skipi háski búinn. Nú getur boði verið tákn fyrir hvaðeina, sem mönnum stafar ógn af. Það eru ekki síður boðar á þurru landi í yfirfærðri merkingu. Menn eiga að fara varlega hjá þeim.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.