Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 63
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
61
Menn voru í stórhættu ef for-
maður kunni ekki góð skil á
blindskerjum og hvernig straumar
lágu með hliðsjón af brotum.
Brotna slcal boði á skeri, en ekki
skipi og mönnum. Þannig segja
menn þegar þeim tekst að afstýra
ógæfu með aðgerðum sínum.
BORÐ
Ætla skal borð fyrir báru-
Betra er að hafa borð fyrir
báru - Margur er þar á orði sem
hann er ekki á borði
Ætla skal borð fyrir báru eða
betra er að hafa borð fyrir
báru.Bátar eru smíðaðir úr borð-
um, sem skarast hvert yfir annað.
Það var sjálfsögð varúðarregla að
hlaða bát ekki meira en svo að eitt
borð væri upp úr sjó. Nóg var
hættan samt að bátinn fyllti af
öldugangi. Nú geta menn notað
þennan málshátt þegar þeir hvetja
tilþ ess að gæta hófs eða varúðar.
Margur er þar á orði sem hann
er ekki á borði. Arar voru lagðar á
borðstokk, bundnar eða skorðaðar
við keipa. Þeir sem reru á aðra
hlið reru saman á borði,sem sagt
var. Best þóttí, að þeir væru sem
jafnastir að afli. Hins vegar er það
alltaf svo, að einhverjir gera meira
úr hæfileikum sínum en efni
standa til. Þeir eru þar á orði sem
þeir eru ekki á borði, við árina,
þegar tii kastanna kemur.
BORÐFISKUR
Guð borgar fyrir borðfiskinn
Guð borgar fyrir borðfiskinn.
Sjómönnum þykir slæmt að missa
fisk af öngli eða úr neti þegar
hann er kominn upp að borð-
stokk ; það er borðfiskur. En eitt-
hvert happ hljóta menn í staðinn,
guð launar fyrir fiskinn. Svo geta
menn sagt þegar þeir tapa af
glaðningi á síðustu stundu, jafnvel
fyrir eigin klaufaskap.
BYR
Ekki sigla allir sama byr - þeir
fá byr sem bíða - Njóta skal
byrjar þá býðst - Kóngur vill
sigla en byr hlýtur að ráða
Ekki sigla allir sama byr. Þegar
vind hreyfði voru segl dregin í
fullt tré (siglutré) á stærri bátum,
og gátu þá hásetar hvílst meðan
þeir höfðu byr. Menn áttu í ýmsa
staði að róa og þess vegna hentaði
ekki sami vindur öllum, rétt eins
og menn hafa misjafnan byr í lífi
sínu nú til dags. Þeir fá byr sem
bíða og kann rétt að vera, um síð-
ir blæs af réttri átt. Þannig fer
þeim sem eru þolinmóðir og grípa
tækifærið þegar það gefst ; njóta
skal byrjar þá býðst.
Það er hins vegar ekki á færi
mannna að ráða veðri og vindum
: Kóngur viil sigla en byr hlýtur
að ráða. Máttarvöldin eru æðri en
vilji manna, jafnvel þótt kóngar
séu.
DJÚP
Botnlaust djúp er bágt að
kanna
Botnlaust djúp er bágt að
kanna. Siglingatæki voru fá, en til
varúðar, einkum í þoku, höfðu
menn vað eða band með steini og
létu sökkva. Kenndu þeir grunns
voru þeir að nálgast land eða
grynningar. Einnig notuðu þeir
vað til þess að kanna hversu djúpt
var undir bátnum eða hvort kom-
ið væri á rétta fiskislóð. En engum
ráðum varð komið við þar sem
dýpi er mest. Sumir menn eru
eins og botnlaust djúp að því
leyti, að þeir hleypa engum nærri
sér, geta ekki gefið neitt af sjálfum
sér til þess að kynnast öðrum.
Oyfirstíganleg verkefni mega líka
kallast botnlaust djúp, því að
menn geta ekki leyst þau af hendi.
Samantekið: Marta S. Pétursdóttir
Bátur
Eftír Örnu Sif Dervic
Sjómannadagsblaði Snæfells-
bæjar barst eftirfarandi ljóð frá
ungum höfundi sem heitir Arna
Sif Dervic. Arna Sif er 11 ára
gömul og á heima í Ólafsvík og
þetta Ijóð orti hún 9 ára gömul.
Hún sagði að það hefði allt í
einu komið upp í huga hennar
og hún hafi sett þetta á blað.
Vonandi heldur Arna Sif áfram
að yrkja en áhugavert er að birta
efni eftir unga höfunda. Sjó-
mannadagsblaðið óskar henni
alls hins besta í framtíðinni.
Bátur á sjónum siglir.
Siglir um höfin blá.
Og veiðarfærin liggja
blaut, rifin og grá.
I fjarska er bryggja
sem hann stefnir á.