Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 68

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 68
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 1200-1500 slík ílát í þröngri lest. Enda voru menn oft vel og vand- lega útkeyrðir, og að sama skapi friðsamir, eftir að hafa stundað slíka iðju, stundum vel á annan sólarhring í einni striklotu. Frá Akranesi var síðan haldið beint á vit ævintýranna sem biðu óþreyjufull eftir okkur í Norður- sjónum. Ársæll Egilsson, Sæli, fv. skipstjóri á Tálknfirðingi BA. Á myndinni heldur hann á uppfinningu sinni, sælabandinu, sem allir sjómenn þekkja og nota í dag unni loks lokið og farið að gera klárt fyrir Norðursjóinn. Og nú fór heldur að lyftast brúnin á mannskapnum. Þegar búið var að gera það sem gera þurfti í Tálknafirði var siglt til Reykjavíkur og tekinn snurpu- vír og fleira. Þaðan var haldið upp á Akranes þar sem síldarnótin var geymd. A Skaganum efndum við strákarnir til smá samsætis um borð, sem endaði með slagsmál- um við heimamenn ásamt viðeig- andi blóðsúthellingum. Biðu Skagamenn þar lægri hlut og flúðu loks af vettvangi, sárir og móðir. Þegar komið var á miðin við Shetlandseyjar, sem heita Hjaltlandseyjar á íslensku, var svo komið að menn voru bókstaflega að farast af spenningi því nú reið á að fá síld í einu snarhasti svo hægt væri að komast til fyrirheitna landsins Danmerkur sem fyrst, en þar lönduðu íslensku bátarnir afl- anum á fiskmarkað. Sá böggull fylgdi skammrifi, að síldina varð að ísa í trékassa sem tóku 40 kíló hver og það var bölvaður þræl- dómur og oft tímafrekur, að fylla Það var hátíðleg stund þegar síldveiðiskipið Tálknfirðingur BA 325 lagðist að bryggju í Hirtshals í Danmörku með 50 tonn af síld í lestinni og glaðlynda áhöfn sem kallaði ekki allt ömmu sína. Við urðum að landa aflanum sjálfir, en það var hið versta andskotans streð því trékassarnir voru ákaf- lega óþjálir og áttu til að hrökkva í sundur ef of harkalega var að þeim farið. Að löndun lokinni var ís og nýir kassar teknir um borð og skipið gert sjóklárt. Þá loks gátu menn tekið til óspilltra mál- anna, sem þeir og gerðu svika- laust. Og sannast sagna fór sam- kvæmislífið í Danaveldi langt fram úr okkar björtustu vonum. Á þessum árum var Danmörk í okk- ar vitund höfuðvígi frjálsra ásta og fleiri góðra hluta. Til marks um það var ein dáindis góð og ný- tískuleg verslun, rétt fyrir ofan höfnina í Hirtshals, sem höndlaði með ýmsa pornóíska vöruflokka af hæsta gæðaflokki. Annað mikil- vægt frelsistákn í okkar huga var að geta keypt allt frá léttöli upp í Um borð í Tálknfirðingi þjáð- ust menn ekki af elli svo heitið gæti; hásetarnir, níu talsins, voru á aldrinum 17-22 ára, en yfirmenn- irnir; skipstjóri, vélstjórar, stýri- maður og kokkur 25-43 ára. Fjór- ir af þessum fjórtán voru kvæntir menn en afgangurinn bjó, góðu heilli, við mjög svo ógift ástand, sem er fremur til bóta þegar kem- ur að því að skvetta úr klaufunum í erlendum höfnum. ÓiicÍihIii sjóraenn komnir í sparigallan á leið á Hirtshals Kro

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.