Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 72
70
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
Birgir Jónsson (Biggi Höllu) hafði
einnig verið á togurum á árum
áður og hafði verið háseti á Jóni á
netavertíðum. Eg var munstraður
sem stýrimaður á Steinunni og
Birgir var á Jóni. Olgeir Gíslason
(Geiri hvíti) var þá stýrimaður á
Jóni og Sigurður Sigurjónsson
(Siggi kveikur) var kokkur á Jóni.
Víkingur var háseti með okkur á
Steinunni. Elcki man ég hverjir
voru fleiri í áhöfnum á Jóni og
Steinunni.
Ekki mikil kunnátta.
Ekki fór nú mikið fýrir kunn-
áttu okkar Birgis á þessu sviði, því
ákveðið var að fara suður til
Reykjavíkur og láta kunnugri
menn útbúa bátana. Keyptir voru
vírar, hlerar og allt sem tilheyrði
veiðiskapnum. Fengnir voru sér-
fræðingar til að útbúa bátana og
vorum við nokkra daga í bænum.
Splæstir voru grandarar, bak-
stroffur og höfuðlínur. Teknar
voru miklar og stórar rúllur af
togvír um borð og ákveðið var að
merkja vírana fyrir vestan. Þótti
meira pláss þar til að draga vírana
af rúllunum upp á land og merkja
þá. Einnig voru splæst í höfuðlín-
urnar merki til að kúlurnar rynnu
ekki til á höfuðlínunni. Stærð
trollanna var miðuð við höfuð-
línulengd. Lengst af var notað 90
feta troll og síðar 120 feta.
Humartrollið var með fótreipi en
undir fiskitrollunum voru
bobbingar á miðjunni og fótreipi
á vængjunum.
langt upp á Ennisbraut
Togvírarnir voru merktir á 25
Halli P. á Hringnum kom í land með 30 tonn einn morguninn þegar við vorum að mæta.
faðma millibili. Merkingar voru
svo nákvæmar að ef það munaði
tommu á rnilli víra var merkið
fært. Um 250 faðmar komust fyr-
ir á spilinu og þá var búið að
stækka tromlurnar sem áður voru
aðeins fyrir snurpuvírinn á síld-
inni. Þegar búið var að draga
vírana á land náðu þeir langt upp
á Ennisbraut. Það vakti mikla at-
hygli þegar við vorum i bænum
og unnum þar á bryggjunni fyrir
neðan Kaffivagninn. Þeir sem
voru að aðstoða okkur snérust í
kringum okkur eins og við værum
einhverjir kóngar. T.d komu
margir þekktir togarakarlar til
okkar, til skrafs og ráðagerða.
Menn voru almennt búnir að vera
á netaveiðum og síldveiðum og
voru þessu ekki mikið kunnugir
eins og áður er getið.
Vargakjaftur og átta
Hin ýmsu nöfn á græjunum
vöfðust fyrir mönnum svo sem
vargakjaftur, átta, grandarar, bak-
stroffur , höfuðlínur, rópur, poka-
Guðlaugur W. að stýra inn á tromlurnar með
járnstönginni.
lína og fleira í þeim dúr. í fyrstu
vafðist pokahnúturinn fyrir
mönnum, þar sem flesdr kunnu
aðeins snurvoðarhnútinn. Mér
fannst t.d gaman að því að til að
byrja með þá kölluðu allir, sem
ekki voru kunnugir trollinu, allt
„hanafót“ ef það var einhver lás
eða krækja.Vargakjafturinn var t.d
hanafótur og eins með bakstroff-
una. Ef t.d áttan féll ekki vel í
bakstroffuna kallaði einhver og
sagði eitthvað á þessa leið: ,,Hana-
fóturinn er ekki í lagi á forhleran-