Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 73

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 73
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 71 Kristmundur að opna fyrsta pokann. um.“ Hanafótur er sylgjan sem snurpuvírinn var dregin í gegnum á síldarnótinni. En þetta breyttist fljótt. Menn lærðu þetta eins og annað. Ensk sjókort Svo hófst nú veiðiskapurinn. Mikill þrældómur sem aðallega fólst í vökum. Fyrstu róðrana kunnu menn ekki alveg á miðin og þekktu ekki vel botninn. Hvað væri virkilega hraun og hvað væri linur botn. Trollið var rifið í hverju hali og stundum var það hreinlega í henglum. Togvírnum var stýrt inn á tromlurnar með járnköllum af handafli. Við vor- um með um borð ensk sjókort sem sýndu hvernig botninn var. Þessi kort voru gömul og senni- lega gerð af enskum skipstjórum frá því þegar enski flotinn var hér um alla firði. I kortunum var merkt hvar hægt var að toga og hvar voru ákveðnar fiskitegundir og á hvaða svæðum. Koli var þarna, ýsa annarstaðar og svo þorskur. Tjallinn virtist ekki hafa haft mikinn áhuga fyrir þorskin- um því á kortunum var aðallega getið um hvar kola var að fá. Kortin voru myndskreytt með teikningum af fiskitegundum. Ekki var nú alltaf mark takandi á kortunum. Pokinn opinn Þetta rifrildi á trollinu varð til þess að við fórum oft í land sama sólarhringinn, eingöngu til að bæta og gera við trollið. Vorum stundum heila nótt eða heilan dag að gera við og bæta. Fórum síðan út og fengum allt í henglum upp aftur. Þetta lærðist samt hægt og rólega. Eg man sérstaklega eftir einum róðri. Við vorum búnir að fara nokkrum sinnum í land til að bæta og menn voru orðnir þreytt- ir af vökum og slæptir. Farið var út í Á1 til að toga þar. Gátum við togað þar á leirnum án þess að rífa í 3 til 5 klst. Gátum við þá flestir sofið fyrsta halið. En viti menn, þegar híft var og trollið kom upp hafði gleymst að hnýta fyrir pok- ann. Segi ég ekki frekar frá því. Slarkfærir bætningamenn. Sigurður Þorsteinsson (Diddi í Efstabæ) var nú kominn með nýtt Laugi, Siggi Kveikur (kokkur) og Dóri Pöllu. Kl. 2 að nóttu á Norðurgarðinum. Haukur Sigtryggsson hægra megin. hlutverk hjá Staldtholti. Hann hafði aðallega verið í fellingum á netum og verið að yfirfara þau yfir sumarið. Var hann nú orðinn aðal bætningamaðurinn og vakti á við okkur við bætningar á bryggjun- um. Haukur Sigtryggs kom okkur einnig til hjálpar við bætningar. Allir vorum við svona slarkfærir við bætingarnar. Þetta voru miklar pælingar og stúderingar. I fyrstu toguðum við aðallega með humartrolli. Það var erfitt og leið- inlegt að bæta það þar sem það var svo smáriðið. Um mitt sumar- ið hættum að nota það og eftir það notuðum við aðallega fiski- troll. Vorum samt með humartrollið um borð ef varðskip hefði afskipti af okkur. Ætluðum við að vera búnir að lása því í grandarana áður en varðskip kom að okkur. Miklar vökur Þetta sumar var mikil spenna í lofti og miklar vökur sem fólust aðalega í byrjunarörðuleikum. Einnig var mikil spenna í loft- inu vegna hugsanlegra afskipta Deloitte 7/7 hamingju með daginn sjómenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.