Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 73

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 73
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 71 Kristmundur að opna fyrsta pokann. um.“ Hanafótur er sylgjan sem snurpuvírinn var dregin í gegnum á síldarnótinni. En þetta breyttist fljótt. Menn lærðu þetta eins og annað. Ensk sjókort Svo hófst nú veiðiskapurinn. Mikill þrældómur sem aðallega fólst í vökum. Fyrstu róðrana kunnu menn ekki alveg á miðin og þekktu ekki vel botninn. Hvað væri virkilega hraun og hvað væri linur botn. Trollið var rifið í hverju hali og stundum var það hreinlega í henglum. Togvírnum var stýrt inn á tromlurnar með járnköllum af handafli. Við vor- um með um borð ensk sjókort sem sýndu hvernig botninn var. Þessi kort voru gömul og senni- lega gerð af enskum skipstjórum frá því þegar enski flotinn var hér um alla firði. I kortunum var merkt hvar hægt var að toga og hvar voru ákveðnar fiskitegundir og á hvaða svæðum. Koli var þarna, ýsa annarstaðar og svo þorskur. Tjallinn virtist ekki hafa haft mikinn áhuga fyrir þorskin- um því á kortunum var aðallega getið um hvar kola var að fá. Kortin voru myndskreytt með teikningum af fiskitegundum. Ekki var nú alltaf mark takandi á kortunum. Pokinn opinn Þetta rifrildi á trollinu varð til þess að við fórum oft í land sama sólarhringinn, eingöngu til að bæta og gera við trollið. Vorum stundum heila nótt eða heilan dag að gera við og bæta. Fórum síðan út og fengum allt í henglum upp aftur. Þetta lærðist samt hægt og rólega. Eg man sérstaklega eftir einum róðri. Við vorum búnir að fara nokkrum sinnum í land til að bæta og menn voru orðnir þreytt- ir af vökum og slæptir. Farið var út í Á1 til að toga þar. Gátum við togað þar á leirnum án þess að rífa í 3 til 5 klst. Gátum við þá flestir sofið fyrsta halið. En viti menn, þegar híft var og trollið kom upp hafði gleymst að hnýta fyrir pok- ann. Segi ég ekki frekar frá því. Slarkfærir bætningamenn. Sigurður Þorsteinsson (Diddi í Efstabæ) var nú kominn með nýtt Laugi, Siggi Kveikur (kokkur) og Dóri Pöllu. Kl. 2 að nóttu á Norðurgarðinum. Haukur Sigtryggsson hægra megin. hlutverk hjá Staldtholti. Hann hafði aðallega verið í fellingum á netum og verið að yfirfara þau yfir sumarið. Var hann nú orðinn aðal bætningamaðurinn og vakti á við okkur við bætningar á bryggjun- um. Haukur Sigtryggs kom okkur einnig til hjálpar við bætningar. Allir vorum við svona slarkfærir við bætingarnar. Þetta voru miklar pælingar og stúderingar. I fyrstu toguðum við aðallega með humartrolli. Það var erfitt og leið- inlegt að bæta það þar sem það var svo smáriðið. Um mitt sumar- ið hættum að nota það og eftir það notuðum við aðallega fiski- troll. Vorum samt með humartrollið um borð ef varðskip hefði afskipti af okkur. Ætluðum við að vera búnir að lása því í grandarana áður en varðskip kom að okkur. Miklar vökur Þetta sumar var mikil spenna í lofti og miklar vökur sem fólust aðalega í byrjunarörðuleikum. Einnig var mikil spenna í loft- inu vegna hugsanlegra afskipta Deloitte 7/7 hamingju með daginn sjómenn

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.