Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 74
72
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
varðskipa þar sem við höfðum að-
eins leyfi fyrir humartrollinu.
Ekki var mikið fiskerí þetta sum-
ar.Við fórum tvisvar suður á Faxa-
flóann til að fá humar og fengum
í í fyrra skiptið 500 kg og seinna
skiptið um 200 kg af humarhöl-
um. Það var allt og sumt. Svona
eftir á hugsað vorum við bara að
finna upp hjólið aftur.
Eg hætti á Steinunni um haust-
ið og fór um borð í Jón Jónsson
og var þar vélstjóri næstu ár.
Næstu sumur fór þetta síðan að
ganga betur og gert var út á troll
öll surnur til 1974-5. Bobbingar
voru þá komnir undir trollin sem
voru eingöngu fiskitroll og náðu
þeir út á vængina. Trollin voru
svo þung á stjórnborðssíðunni að
olía var aðeins sett í bak-
borðastankana til að minnka hall-
ann á stjór. Þrátt fyrir það hölluð-
uðust bátarnir töluvert á stórn-
borða.
Þénaði heila Cortinu.
Margir bátar bættust við og
voru flestallir bátar í Ólafsvík
gerðir út á troll í noldtur ár eftir
þetta. Stundum var þetta heilt æv-
intýri í fiskeríi. Sem dæmi, að
sumarið 1971 fiskuðum við mikið
frá júní til júlíloka. Þá þénaði ég
fyrir heilli Ford Cortínu frá 1.
júní til 2. júli. Fór í bæinn 2. júlí
og borgaði bílinn út í hönd,
285.000 kr. Ég á nótuna enn. í
upphafi þessa humartrollsleyfis
held ég að það hafi aldrei verið
nein meining að gera út á humar
heldur aðallega þorsk. Enda engin
humarmið í Breiðafirðinum. Tog-
uðum við um allan sjó grunnt
sem djúpt og virtist það vera í lagi
frá sjónarhóli stjórnvalda. A þess-
um tíma, mátti ekki toga innan
við 12 mílur nema þeir sem höfðu
heimild til humarveiða en þetta
með fiskitroliið var látið afskipta-
laust að mestu, sem ég hef ekki
skýringu á.
„Allir að hífa“
Ég man eftir afskiptum frá varð-
skipi nokkrum sinnum. Komu
þeir um borð og skoðuðu troll-
ið.Vorum við þá búnir að skipta
yfir í humartrollið áður en þeir
komu. Engar athugasemdir voru
gerðar þó að þetta hafi verið aug-
Ijóst. Mér er sérlega rninnisstætt
eitt skipti. Það var þegar varðskip-
ið sigldi að nokkrum bátum, þar
á meðal okkar, á svokallaðri mílu
sem var fyrir sunnan Nes. Skip-
stjórinn á varðskipinu kallaði út í
gjallarhorni: „Allir að hífa og farið
í land.“ Síðan sigldi varðskipið
norðureftir og hvarf sjónum okk-
ar. Allir hífðu og sigldu inn á
Skarðsvík. Létu reka á meðan ver-
ið var að gera að fiskinum og síð-
an var farið út fyrir Nesið og tog-
að á mílunni eins og ekkert hafi í
skorist. Eftir 1974 var minna um
trollbátaútgerð frá Ólafsvík og
reknetin tóku við með hristurun-
um og öllu því basli sem hristur-
unum fylgdi og miklu fiskeríi.
Það gæti verið efni í aðra grein
fyrir þann sem kann.
Allar myndirnar með þessari
grein eru teknar af Guðlaugi
Wiium.
SJÓMENN 0G FJÖLSKYLDUR í SNÆFELLSBÆ! TIL HAMINGJU MEf) DAGINN Sjómönnum á Snœfellsnesi
ÞÍN VERSLUN ogfjölskyldum þeirra, sendum við bestu kveðjur á sjómannadaginn.
VERSLUN í HEIMABVGGÐ
VERSLUNIN
KASSINN
Norðurtangi 1, sími: 436 1376 SjÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ