Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 76

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 76
74 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Hulda Skúladóttir Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir Hellissandi 40 ára 14. mars 2006 Slysavarnafélög og björgunar- sveitir hafa margsannað mikilvægi sitt hér á landi bæði til lands og sjávar. Fram til 1976, þegar jafn- réttislögin voru sett, voru björg- unarsveitirnar eingöngu skipaðar karlmönnum. Konur hér eins og annars staðar á landinu vildu einnig láta að sér kveða í slysa- varna- og björgunarmálum. I fundargerðarbók Slvd. Helgu Bárðardóttur kemur fram hvað konur hafa komið miklu í verk á 40 árum, en einnig hvað áhersl- urnar hafa breyst. Það sem stend- ur upp úr er það hvað allir í byggðarlaginu hafa verið deildinni velviljaðir. Greinin sem hér fer á eftir byggir á fundargerðarbók deildarinnar, allar upplýsingarnar eru frá aðalfundum og geta verið allt að því ársgamlar þegar þær eru færðar til bókar. Ekki hafa allar framkvæmdir og verkefni verið skráð í bókina, gaman væri að fá Slysavarnir 1966 Samþykkt að senda sveitarstjórn bréf til að þrýsta á um veg niður að björgunarskýlinu í Dritvík. Deildin vann ein að vegalagningu niður á Djúpalónssand með aðstoð Vegagerðar ríkisins. 1967 Send áskorun til skólanefndar um að halda umferðarviku á vegum skólans í samstarfi við deildina. 1970 Tilkynningaskyldan rædd. 1976 Deildin gaf kaffi og meðlæti á samæfingu á svæði 2. 1977 Björgunarsveitin Björg býður konum að ganga í karladeildina í kjölfar kvennafrídagsins 1975 og langþráðra laga um jafnrétti kynjanna 1976. 1994 Unglingadeildin Drekinn stofnuð, samþykkt ósk frá Björginni um styrk til kaupa á áttavitum o.fl. fyrir ungliðana. Sameinuð ungliðadeildinni í Olafsvík 1995 Keypt björgunarvesti fyrir börn á bryggjuna í Rifi. Uttekt gerð á búnaði í sundlaugum um allt land til að forðast slys, keyptir sundjakkar í sundlaugina á Hellissandi. 1996 Herdís Storegard gerir úttekt á leikvöllum Neshrepps utan Ennis. Sama ár var gert landsátak um brunavarnir „Eldklár um áramót“. Gefið fræðslumyndband í skólann. 1997 Fyrsta SVFl könnun deildarinnar á öryggisbúnaði barna í bílum og könnun á almennri beltanotkun, verið árvisst verkefni síðan. Sam þykkt að standa að hjólreiðadegi Grunnskólans á Hellissandi í maí, lögregla skoðaði hjólin og Drekinn undirbjó hjólaþrautir fyrir krakkana. Fyrsta árið var hjólað um bæinn í fylgd björgunarbíls og lögreglu. Grillað fyrir alla, ESSO og Blómsturvellir gáfu hjálma. 1998 Samþykkt að gefa einum árgangi grunnskólans hjálma á vorin, um ferðargetraun lögð fýrir. Slysódagur í skólanum var lagður af 2004 vegna sameiningar grunnskólanna. 2005- 07 Börnum gefin endurskinsmerki. 2006- 07 Bréf send til Snæfellsbæjar til að fylgja eftir úttektum Landsbjargar og Umferðarstofu á öryggismálum. 2004 og 2006 Stjórnin fór um borð í Sæbjörgu í Ólafsvíkurhöfn. 2007- 2008 Unnið að endurbótum á Dritvíkurskýlinu í samvinnu við Þjóðgarðinn. 2008 Sett upp viðvörunarskilti og bjarghringir vegna sjóbaða á Djúpalónssandi og í Skarðsvík. Björgunaraðgerðir sem eru færðar í bókina 1975 Leitað að Bjarna Sigurðssyni sem týndist í Beruvík. 1985 Bervíkurslysið, settur var upp skúr í Rifi til að hafa veitingar fyrir leitarfólk. 1991 Leit að karlmanni í nágrenni Búða, konur keyrðu á Búðir með mat fyrir leitarfólk. 1998 Margrét SH fórst, deildin aðstoðar við leit og sér um veitingar í minningarathöfn. 2001 Svanborgin fórst út af Svörtuloftum. Konur aðstoða við leit í nokkra daga ásamt Sumargjöf.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.