Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 6
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20206
„Skemtunin getur aldrei orðið almenn með
því að hún fari fram upp í Borgarfirði.“i
Þannig kvartar Morgunblaðið eftir frídag
verslunarmanna árið 1918. Bæjarlífið hafði
verið „óvenju dauft“. Búðir, skrifstofur og
vinnustofur lokaðar og unga fólkið „alt
farið upp í Vatnaskóg - eða þá í aðrar áttir,
skemtiferðir upp í Mosfellssveit o.s.frv.“.
Bent er á að betra hefði verið að hafa
skemtunina einhvers staðar nær Reykjavík.
En hvar?
Reykjavík þessara ára var ekki sú borg
sem við þekkjum í dag. Um sextán þúsund
bjuggu í bænum, nær allir innan þess
póstnúmers sem í dag er 101. Byggðin rétt
byrjuð að potast upp eftir Skólavörðu-
holtinu. Fólk bjó þröngt í þessum ört
vaxandi bæ, jafnvel þannig að tvær
fjölskyldur byggju saman í einu og sama
herberginu. Auk þess var húsnæði oft
lélegt og óheilsusamlegt, langt fram eftir
öldinni. Fólk bjó í kofum, skúrum, köldum
kjöllurum og - eftir seinni heimsstyrjöld - í
bröggum. Þegar ástandið var hvað verst,
bjó fólk jafnvel í kartöfluskúrum í Kringlu-
mýrinni.9
Næsta nágrenni borgarinnar hefur ekki
síður breyst. „Nágrenni Reykjavíkur hefir
löngum verið viðbrugðið fyrir gróðurleysi
og hrjóstur. Blásin holt og melar hafa um
aldir sett svip sinn á umhverfi bæjarins“
skrifaði Einar G. E. Sæmundsen, síðar
Aðdragandinn að stofnun
friðlands Reykvíkinga í Heiðmörk
Vígsluflöt í Heiðmörk, 25. júní 1950. Mynd: Ljósmyndastofa Sigurðar Guðmundssonar