Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 22

Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 22
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202022 vel fyrir skógarfuru. Blokkir 1 og 2 voru jarðunnar með vélflekkjara en ekki var þörf á jarðvinnslu í blokkum 3 og 4. Meðalárshiti á Hallormsstað, sem er í um 10 km fjarlægð frá Mjóanesi, var 4,4°C árin 2004-2017. Meðal ársúrkoma fyrir sömu ár var 826 mm og meðal úrkoma fyrir júní, júlí og ágúst var 25, 45 og 62 mm fyrir sama tímabil. Meðal hámarks dagshiti fyrir sama tímabil og sömu mánuði var 14,2, 15,8 og 14,7°C. Mjóanes er um 60 kílómetra frá sjó og loftslag þar því frekar landrænt. Öll tré í tilrauninni í Mjóanesi voru hæðarmæld og lúsasmit var metið árin 2006, 2009, 2011 og 2017 auk þess sem lifun og skemmdir voru metnar. Ekkert lúsasmit fannst fyrstu tvö úttektarárin. Árið 2011 var lúsasmit skráð í þrjá flokka: Ekkert smit, lítið smit og alvarlegt smit. Árið 2017 var lúsasmit skráð í eftirfarandi fimm flokka: 0= Ekkert smit. 1= Lítið smit, einungis fá lúsahreiður. 2= Meðal smit, lúsahreiður víða á tré. 3= Alvarlegt smit, lúsahreiður um allt tréð en engin merki um að það sé að drepast (3. mynd). 4= Mjög alvarlegt smit, lúsahreiður um allt tréð og greinileg merki um að það sé að drepast. Vegna þess að íslensku kvæmin voru ekki jafnaldra erlendu kvæmunum var ekki hægt að bera saman hæð þeirra. Því var meðal árlegur hæðarvöxtur áranna 2004-2005; 2006-2010 og 2011-2016 notaður til að bera saman vöxt mismun- andi kvæma. Niðurstöður Lifun Fyrsta mæling á tilrauninni í Mjóanesi var gerð árið 2006, tveimur árum eftir að tilraunin var gróðursett. Þá var meðal lifun 73% og enginn marktækur munur á milli kvæma. Í mælingunni 2017 var meðal lifun komin niður í 60% og hámarktækur einstaklingar ræktaðir upp af þeim betra þol gagnvart furulús en sá efniviður sem hér var upphaflega gróðursettur. Efni og aðferðir Í kvæmatilrauninni voru fimmtán kvæmi frá Noregi, fjögur frá Finnlandi, fjögur frá Skotlandi, eitt frá Rússlandi og eitt frá austurrísku Ölpunum. Tilraunin var gróðursett á sjö stöðum hérlendis. Þessir staðir eru Sturluflöt, Mjóanes og Litla- Steinsvað á Fljótsdalshéraði, Snæfoksstaðir á Suðurlandi, Vilmundarstaðir á Vestur- landi og Espihóll og Hólsgerði á Norður- landi. Árið 2006 var svo bætt við þremur íslenskum kvæmum við tilraunirnar á/í Espihóli, Hólsgerði, Mjóanesi og Sturlu- flöt (1. mynd). Íslensku kvæmin komu frá Hallormsstað, Þórðarstaðaskógi og Vöglum. Uppruni allra íslensku kvæmanna var Norður-Noregur. Hallormsstaða- kvæmið var frá Innhavet, Þórðarstaða- kvæmið frá Elvegård og Vaglakvæmið frá Elvegård eða Tysfjord. Af norsku kvæmunum voru fjögur upprunnin frá svipuðum slóðum og íslensku kvæmin. Þetta voru kvæmin Strand, Beiarn, Harstad og Ibestad (sjá 1. töflu). Allar plöntur í tilrauninni voru eins árs gamlar við gróður- setningu. Ræktunarmoldin var blanda af mold úr skógarfurureit (10%) og Finn Peat ræktunarmold (90%). Á hverjum stað var tilraunin gróðursett í fjórar blokkir. Í hverri blokk voru 20 tré af hverju kvæmi. Samtals voru því 2240 tré á hverjum stað. Hæð skógarplantna við gróðursetningu var á bilinu 8-15 sentimetrar og bil milli plantna var 1,6 metrar. Í þessari grein er aðeins fjallað um úttekt á tilrauninni í Mjóanesi, en það var fyrsti tilraunastaðurinn þar sem lúsarinnar varð vart. Tilraunasvæðið í Mjóanesi liggur í 100 m h.y.s. og hallar á móti NV (1. mynd). Svæðið er fjalldrapamói með bláberjalyngi, þursaskeggi, krækilyngi og grávíði, sem er algengt gróðurhverfi á Héraði og er frekar rýrt land, en hentar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.