Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 22
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202022
vel fyrir skógarfuru. Blokkir 1 og 2 voru
jarðunnar með vélflekkjara en ekki var þörf
á jarðvinnslu í blokkum 3 og 4.
Meðalárshiti á Hallormsstað, sem er í
um 10 km fjarlægð frá Mjóanesi, var 4,4°C
árin 2004-2017. Meðal ársúrkoma fyrir
sömu ár var 826 mm og meðal úrkoma
fyrir júní, júlí og ágúst var 25, 45 og 62
mm fyrir sama tímabil. Meðal hámarks
dagshiti fyrir sama tímabil og sömu mánuði
var 14,2, 15,8 og 14,7°C. Mjóanes er um
60 kílómetra frá sjó og loftslag þar því
frekar landrænt.
Öll tré í tilrauninni í Mjóanesi voru
hæðarmæld og lúsasmit var metið árin
2006, 2009, 2011 og 2017 auk þess sem
lifun og skemmdir voru metnar. Ekkert
lúsasmit fannst fyrstu tvö úttektarárin.
Árið 2011 var lúsasmit skráð í þrjá flokka:
Ekkert smit, lítið smit og alvarlegt smit.
Árið 2017 var lúsasmit skráð í eftirfarandi
fimm flokka:
0= Ekkert smit.
1= Lítið smit, einungis fá lúsahreiður.
2= Meðal smit, lúsahreiður víða á tré.
3= Alvarlegt smit, lúsahreiður um allt tréð
en engin merki um að það sé að drepast
(3. mynd).
4= Mjög alvarlegt smit, lúsahreiður um allt
tréð og greinileg merki um að það sé að
drepast.
Vegna þess að íslensku kvæmin voru
ekki jafnaldra erlendu kvæmunum var
ekki hægt að bera saman hæð þeirra. Því
var meðal árlegur hæðarvöxtur áranna
2004-2005; 2006-2010 og 2011-2016
notaður til að bera saman vöxt mismun-
andi kvæma.
Niðurstöður
Lifun
Fyrsta mæling á tilrauninni í Mjóanesi
var gerð árið 2006, tveimur árum eftir
að tilraunin var gróðursett. Þá var meðal
lifun 73% og enginn marktækur munur á
milli kvæma. Í mælingunni 2017 var meðal
lifun komin niður í 60% og hámarktækur
einstaklingar ræktaðir upp af þeim betra
þol gagnvart furulús en sá efniviður sem
hér var upphaflega gróðursettur.
Efni og aðferðir
Í kvæmatilrauninni voru fimmtán kvæmi
frá Noregi, fjögur frá Finnlandi, fjögur
frá Skotlandi, eitt frá Rússlandi og eitt
frá austurrísku Ölpunum. Tilraunin var
gróðursett á sjö stöðum hérlendis. Þessir
staðir eru Sturluflöt, Mjóanes og Litla-
Steinsvað á Fljótsdalshéraði, Snæfoksstaðir
á Suðurlandi, Vilmundarstaðir á Vestur-
landi og Espihóll og Hólsgerði á Norður-
landi. Árið 2006 var svo bætt við þremur
íslenskum kvæmum við tilraunirnar á/í
Espihóli, Hólsgerði, Mjóanesi og Sturlu-
flöt (1. mynd). Íslensku kvæmin komu
frá Hallormsstað, Þórðarstaðaskógi og
Vöglum. Uppruni allra íslensku kvæmanna
var Norður-Noregur. Hallormsstaða-
kvæmið var frá Innhavet, Þórðarstaða-
kvæmið frá Elvegård og Vaglakvæmið
frá Elvegård eða Tysfjord. Af norsku
kvæmunum voru fjögur upprunnin frá
svipuðum slóðum og íslensku kvæmin.
Þetta voru kvæmin Strand, Beiarn, Harstad
og Ibestad (sjá 1. töflu). Allar plöntur í
tilrauninni voru eins árs gamlar við gróður-
setningu. Ræktunarmoldin var blanda af
mold úr skógarfurureit (10%) og Finn Peat
ræktunarmold (90%). Á hverjum stað var
tilraunin gróðursett í fjórar blokkir. Í hverri
blokk voru 20 tré af hverju kvæmi. Samtals
voru því 2240 tré á hverjum stað. Hæð
skógarplantna við gróðursetningu var á
bilinu 8-15 sentimetrar og bil milli plantna
var 1,6 metrar.
Í þessari grein er aðeins fjallað um
úttekt á tilrauninni í Mjóanesi, en það var
fyrsti tilraunastaðurinn þar sem lúsarinnar
varð vart. Tilraunasvæðið í Mjóanesi
liggur í 100 m h.y.s. og hallar á móti NV
(1. mynd). Svæðið er fjalldrapamói með
bláberjalyngi, þursaskeggi, krækilyngi
og grávíði, sem er algengt gróðurhverfi á
Héraði og er frekar rýrt land, en hentar