Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 23
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 23
kvæmunum 56% (4. mynd). Þess ber þó að
geta að íslensku kvæmin voru gróðursett
tveimur árum seinna en erlendu kvæmin og
því strangt til tekið ekki samanburðarhæf.
Erlend kvæmi sem voru upprunnin á
svipuðum breiddargráðum og íslensku
kvæmin (63-66°N) höfðu bestu lifunina.
munur á milli kvæma. Suðlægu kvæmin
frá Austurríki og Skotlandi höfðu yfirleitt
lélega lifun, en rússnesk, finnsk og norsk
kvæmi meðal lifun og íslensku kvæmin
besta lifun (4. mynd).
Árið 2017 var lifun hjá íslensku
kvæmunum 89%, en hjá erlendu
4. mynd. Súlurnar sýna meðal lifun kvæma og staðalfrávik af meðaltalinu fyrir mismunandi kvæmi. Súlan lengst til
vinstri sýnir lifun árið 2006, sú í miðið 2011 og sú lengst til hægri lifun 2017. Íslensku kvæmin voru ekki með í
mælingunni 2006. Litir sýna upprunaland kvæma. Gult = Austurríki, ljósblátt = Skotland, gulgrænt = Noregur,
dökkblátt = Finnland, grátt = Rússland og rautt = Ísland. Hækkun á lifun á milli úttekta skýrist af því að plöntur hafa
annaðhvort vaxið aftur upp frá rót eða plöntur fundist sem ekki fundust við fyrri úttekt.
5. mynd. Meðal árlegur hæðarvöxtur og staðalfrávik af meðaltalinu fyrir mismunandi kvæmi fyrir tímabilin 2004–
2005; 2006–2010; 2011–2016 (einn stöpull fyrir hvert tímabil), raðað eftir meðal árlegum hæðarvexti árið 2017.
Litirnir skýra uppruna kvæmanna: Gult = Austurríki, ljósblátt = Skotland, dökkblátt = Finnland, ljósgrátt = Rússland,
grænt = Noregur, rautt = Ísland.