Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 26
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202026
fyrir tré á þessum aldri. Aukning á
vaxtarhraða reyndist hinsvegar vera
háð því hversu mikið furulúsarsmit var
á kvæmum 2017. Þau kvæmi sem voru
minnst smituð juku vaxtarhraða sinn mest,
en þau sem voru mest smituð juku hann
minnst (7.b mynd).
Þannig hafði hlutfallslegur hæðarvöxtur
kvæma með lítið lúsasmit nærri
þrefaldast frá vori 2011, en hlutfalls-
legur hæðarvöxtur kvæma með mikið
smit aðeins tvöfaldast (7.b mynd). Þetta
neikvæða samband við lúsasmit var
tölfræðilega marktækt.
Til að rannsaka áhrif lúsarinnar á vöxt
einstakra trjáa óháð kvæmi, var öllum
trjám raðað upp eftir vaxtarhraðabreytingu
eftir vorið 2011, frá lægsta til hæsta gildis
(0,02–14,14) og þeim skipt í fimm flokka
með 189-190 trjám í hverjum flokki (8.
mynd). Þegar lúsasmit og vaxtarhraða-
breyting eftir vorið 2011 fyrir þessa fimm
flokka voru borin saman kom í ljós mjög
sterkt samband á milli þessara þátta. Sá
trjáhópur, óháð kvæmi, sem hafði lægsta
Við rannsökuðum einnig hvort
furulúsin smitaði einkum lítil tré eða illa
aðlöguð kvæmi. Borinn var saman árlegur
hæðarvöxtur fram til 2011 og lúsasmit
2017 og fannst jákvætt samband milli
þessara þátta hjá erlendu kvæmunum sem
þýðir að kvæmi þar sem hæðarvöxtur var
mestur fyrir 2011, áður en lúsasmits var
vart, voru mest smituð árið 2017. Íslensku
kvæmin skáru sig það mikið úr að þau
voru ekki tekin með í þessa tölfræðigrein-
ingu en tilhneiging var í sömu átt (7.a
mynd).
Til að meta áhrif furulúsar á hæðarvöxt
kvæma var reiknuð breyting á vaxtarhraða
eftir að lúsin fannst fyrst á svæðinu vorið
2011 (7.b mynd). Til að unnt sé að bera
saman breytingar á vaxtarhraða mismun-
andi kvæma þarf að reikna hlutfallslegan
vöxt þeirra, það er að segja ársvöxt sem
hlutfall af hæð trés við upphaf hvers
vaxtarárs. Öll kvæmi reyndust vaxa meira
á tímabilinu frá vori 2011 fram til vors
2017 en á tímabilinu frá gróðursetningu
fram að 2011 (7.b mynd), sem er eðlilegt
8. mynd. Sambandið á milli meðalsmits einstakra trjáa, óháð kvæmi og vaxtarhraðabreytingar frá vori 2011. Trjánum
var skipt í fimm flokka með um 190 trjám í hverjum með tilliti til vaxtarhraðabreytingar hvers trés. Punktalínan sýnir
hlutfallið 1, sem þýðir að hæðarvaxtarhraði hefur haldist óbreyttur síðan 2011.