Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 34
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202034
stelkurinn á undan okkur í röðinni og
sandlóan kemur alltaf á sama stað og
reynir að lokka okkur í burt frá hreiðrinu
sínu. Eftir matinn kemur oftar en ekki
skógarþröstur eða maríuerla að leita sér að
brauðmola sem fallið hefur á jörðina. En
þar sem er líf er líka dauði. Það kemur fyrir
að jarða þurfi látinn fugl eða mús en það er
hluti af hringrás sem börnin læra að skilja
og virða.
Þegar líður á vorið má í hverri viku sjá
nýtt blóm eða einhverja jurt stingast upp
úr holtinu, vegarkantinum, eða skógar-
botninum. Jafnvel ofan í skurðunum eru
skrúðgarðar þegar hófsóleyjarnar blómstra.
Í hverri viku læra börnin nýtt orð,
Inni í verkfæraskúr, á milli hjólbara,
tækja og tóla, þar sem sagir hanga í loftinu,
er lítið húsbílaklósett. Þar er líka kassi með
klósettpappír, sjúkrakassa, og auka fötum,
og málmdós með kakói í af því að músin
nagaði plastdósina og kúkaði í kakóið
(líklega kunni hún ekki á klósettið). Það
er svolítið kalt að setjast á þetta klósett
en það er svo margt spennandi að skoða
inni í skúr að kuldinn gleymist yfirleitt.
Einkum er það markmið barnanna að finna
músarholuna.
Yfir veturinn halda til í skóginum
nokkrar rjúpur og í hvert skipti sem við
heyrum rop læðast börnin af stað til að
njósna um þær. Stundum spígsporar