Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 59
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 59
Hvað er blandskógur? Skilgreiningar
Hvenær er hægt að kalla skóg blandskóg?
Blandskóg má skilgreina sem skógarreit,
þar sem tré af tveimur eða fleiri tegundum
dreifast þannig um reitinn, að á milli trjáa
af mismunandi tegundum er samkeppni
um meginvaxtarþætti trjánna: ljós, vatn
og næringu (3. mynd).34 Það er einnig
hægt að lýsa blandskógi með því að
tilgreina fjölda trjátegunda í skógarreit og
innbyrðis hlutfall þeirra, t.d. fjölda trjáa
af hverri tegund, með grunnflatarmáli
(m2/ha; e: Basal Area; sem er samanlagt
flatarmál allra standandi trjástofna í
brjósthæð, 1,3 m) hverrar tegundar, eða
standandi viðarrúmmáli hverrar þeirra.
Einnig má tiltaka trjákrónuþekju tegund-
anna.
hámarka bæði vaxtarhraða og viðargæði
og gefa þannig að jafnaði mesta arðinn á
flatareiningu lands í nytjaskógrækt.23,39,31
Öll umhirða og skógarhögg er að jafnaði
einfaldara í jafnaldra einnar tegundar
reitum (plantekruskógum) og þar með
ódýrari. Hins vegar er þá farið á mis við
ýmsa kosti blandaðra skóga, sem rætt
verður um hér síðar. Á heimsvísu eru
plantekruskógar um 45% allra gróður-
settra skóga10, en síðustu 50 árin hefur
verið mikil umræða innan skógfræðinnar
í Evrópu og um allan heim, um ágæti og
galla þeirrar ræktunaraðferðar. Þetta hefur
leitt til breytinga, einkum í laufskóga-
beltinu og sunnar þar sem tegunda-
blandaðir skógar eru hið náttúrulega
ástand.
3. mynd. Lokahögg í blönduðum rauðgreni- og vörtubirkiskógi (Betula pendula) í Finnlandi. Ljóselskt birkið hafði
þarna nægilega vaxtargetu til að halda laufkrónu sinni ofarlega miðað við grenikrónuna í seinni hluta vaxtarlotunnar.
Meira hægvaxta ilmbjörk hefði tapað þarna í samkeppninni við grenið. Mynd: BDS