Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 74
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202074
Höfðavatn
Höfðavatn var líka yrkt sem flæðiengi allt
fram á miðja 20. öld og gerð stífla með
hlera til að stjórna vatnsborðinu. Hún
hafði einhvern tímann rofnað og því var
ekkert Höfðavatn þegar ég kom á Höfða
árið 1994, aðeins tjarnarstararflói, þar sem
störin náði þó ekki þroska, og álftapar
sem kom á hverju ári en aldrei varp. Árið
2007 lét Skógræktin svo fylla upp í rofið
þar sem stíflan hafði verið og endurheimti
Höfðavatn með upphaflega útfallinu. Við
það tók álftaparið að verpa og heilmikið
land umhverfis vatnið blotnaði. Brátt komu
flórgoðar, rauðhöfðaendur, urtendur,
skúfendur, óðinshanar, kríur og hettumáfar
á vatnið og hófu varp auk þess sem
jaðrakönum og stelkum fjölgaði. Brátt kom
líka fólk með veiðistangir og árlega veiðast
þar nokkrir dágóðir urriðar. Þar er líka
gott að ganga á skíðum að vetrarlagi
(7. mynd).
hulan rofnaði og þunnur jarðvegurinn
skolaðist af þeim einhvern tíma eftir
landnám manna (4. mynd).
Þegar ég geng upp að Höfðavatni og
síðan í Höfðaskóg í hlíðum Egilsstaða-
háls fer ég upp með Höfðaá sem er óðum
að umkringjast skógi og verða fyrir vikið
að betra búsvæði fyrir fiska og annað líf
(5. mynd). Síðan fer ég um gömul tún
á framræstu landi sem nú eru nýtt af
nágrannanum til hrossabeitar (6. mynd).
Svo fer ég um mýrar sem gerðar voru að
flæðiengjum um miðja 19. öld af óvenju
dugmiklum bónda sem þá bjó á Höfða.
Leifar áveituskurða og stíflugarða eru enn
sýnilegar en landið hefur verið að breytast
í birki- og víðimýrar á undanförnum árum
eftir að friðað var fyrir beit. Merkilegt er
til þess að hugsa að fyrir komu tilbúins
áburðar og þungra vinnuvéla var bleyting
lands leið til að auka uppskeru, en þurrkun
lands eftir tilkomu þeirra.
2. mynd. Byrjað er að grisja tæplega þrítuga lerkiskóga á Höfða. Við það tekur ný plata í mósaíkinni að myndast,
þ.e.a.s. hærri og gisnari skógur í stað þétts ungskógar. Mynd: ÞE