Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 74

Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 74
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202074 Höfðavatn Höfðavatn var líka yrkt sem flæðiengi allt fram á miðja 20. öld og gerð stífla með hlera til að stjórna vatnsborðinu. Hún hafði einhvern tímann rofnað og því var ekkert Höfðavatn þegar ég kom á Höfða árið 1994, aðeins tjarnarstararflói, þar sem störin náði þó ekki þroska, og álftapar sem kom á hverju ári en aldrei varp. Árið 2007 lét Skógræktin svo fylla upp í rofið þar sem stíflan hafði verið og endurheimti Höfðavatn með upphaflega útfallinu. Við það tók álftaparið að verpa og heilmikið land umhverfis vatnið blotnaði. Brátt komu flórgoðar, rauðhöfðaendur, urtendur, skúfendur, óðinshanar, kríur og hettumáfar á vatnið og hófu varp auk þess sem jaðrakönum og stelkum fjölgaði. Brátt kom líka fólk með veiðistangir og árlega veiðast þar nokkrir dágóðir urriðar. Þar er líka gott að ganga á skíðum að vetrarlagi (7. mynd). hulan rofnaði og þunnur jarðvegurinn skolaðist af þeim einhvern tíma eftir landnám manna (4. mynd). Þegar ég geng upp að Höfðavatni og síðan í Höfðaskóg í hlíðum Egilsstaða- háls fer ég upp með Höfðaá sem er óðum að umkringjast skógi og verða fyrir vikið að betra búsvæði fyrir fiska og annað líf (5. mynd). Síðan fer ég um gömul tún á framræstu landi sem nú eru nýtt af nágrannanum til hrossabeitar (6. mynd). Svo fer ég um mýrar sem gerðar voru að flæðiengjum um miðja 19. öld af óvenju dugmiklum bónda sem þá bjó á Höfða. Leifar áveituskurða og stíflugarða eru enn sýnilegar en landið hefur verið að breytast í birki- og víðimýrar á undanförnum árum eftir að friðað var fyrir beit. Merkilegt er til þess að hugsa að fyrir komu tilbúins áburðar og þungra vinnuvéla var bleyting lands leið til að auka uppskeru, en þurrkun lands eftir tilkomu þeirra. 2. mynd. Byrjað er að grisja tæplega þrítuga lerkiskóga á Höfða. Við það tekur ný plata í mósaíkinni að myndast, þ.e.a.s. hærri og gisnari skógur í stað þétts ungskógar. Mynd: ÞE
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.