Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 76
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202076
er í honum miðjum og samanstendur af
gömlum og feysknum trjám. Mörg trjánna
þar drápust í kjölfar tígulvefaraplágu sem
geisaði á árunum 2003-2006 og næsta
kynslóð skógar, sem farin er að vaxa,
verður gisnari en sú sem er að hverfa.
Gamli hluti skógarins þekur aðeins fáeina
hektara og umhverfis hann er yngri skógur
á mun stærra svæði sem ekki fór jafnilla
í maðkaplágunni. Umhverfis hann er svo
ungskógur á mun stærra svæði, mjög þéttur
á köflum og í örum vexti (8. mynd).
Ég geng með þá tilgátu að birkiskógar
almennt hefji vöxt eftir einstaka atburði
sem annars vegar leiða til sjálfsáningar
og hins vegar til þess að birki sem leynst
hefur í sverðinum nái að komast upp fyrir
rolluhæð. Ég tel að elsti hluti Höfðaskógar
hafi komið til í kjölfar öskufalls í
Öskjugosinu 1875. Við það mynduðust
fræset í nýföllnu öskunni og tímabundin
fækkun fólks (vegna vesturferða) og fjár
varð til þess að hríslurnar komust á legg.
Gróðursettir skógar
Á þurrlendi vestan Höfðavatns eru
skógarfuru- og rússalerkiskógar ræktaðir til
kolefnisbindingar, þar sem ég hef verið að
bæta ýmsum tegundum í á síðustu árum til
að auka fjölbreytnina: lindifuru, dáríulerki,
eðalþin, degli, reynivið, risalífvið,
rauðgreni, alaskaösp o.fl. Þar sem ekki var
gróðursett er land óðum að fyllast af birki.
Austan Höfðavatns taka við neðanverðar
brekkur Egilsstaðaháls með birkiskógi og
mýrum til skiptis.
Birkiskógurinn Höfðaskógur
Birkiskógurinn í hlíðum Egilsstaðaháls
er hinn upphaflegi Höfðaskógur þótt nú
orðið megi nota það nafn yfir mun stærri
hluta Höfða. Samkvæmt lýsingu Sigurðar
Gunnarssonar (afa Sigurðar Blöndal fyrrv.
skógræktarstjóra) á skógum á Héraði árið
1870 var þá enginn skógur á Höfða. Nú
er þar misgamall birkiskógur á um 150 ha
lands og fer stækkandi. Elsti hluti skógarins
5. mynd. Höfðaá verður betra búsvæði fiska eftir því sem skógur vex á bökkum hennar. Mynd: ÞE