Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 80
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202080
í sverðinum og gátu verið misgamlar frá
sáningu. Aðeins á síðustu árum sé ég yngri
plöntur hér og þar, sennilega frá sjálfsán-
ingaratburði 2014 eða 2015.
Endurkoma birkisins gengur hratt
undan brekkunni á láglendi en hægar
upp á við. Í hlíðinni ofan skógarins má
þó sjá unga birkirunna upp undir miðjar
hlíðar, eða í um 200 m hæð yfir sjávar-
máli. Hæst í Höfðalandi nær Egilsstaða-
háls í rétt rúmlega 400 metra hæð á toppi
Rauðshaugs. Engin ástæða er til að ætla
annað en að birkið nái þangað upp á
komandi áratugum svo fremi að land verði
áfram friðað fyrir beit.
Blár og fuglar
Mýrar (blár á austfirsku) eru á hjöllum
í skóginum og þrjár stórar, lítt raskaðar
mýrar eru á láglendinu: Þórsnesblá,
Hraungarðablá og Helluholtsblá. Ég
segi lítt raskaðar frekar en óraskaðar því
þær voru lengi nýttar til beitar auk þess
Miðaldra hluti skógarins hóf sennilega
vöxt um miðja 20. öld, sem annað hvort
má rekja til þess að vetrarbeit lagðist
að mestu af eða vegna tímabundinnar
beitarfriðunar í aðgerðum til að losna við
garnaveiki í sauðfé, nema hvort tveggja
sé. Að öllum líkindum voru eldri trén
búin að sá til sín í landið umhverfis sig
í áratugi en beit haldið ungplöntunum
niðri. Tímabundin eða hlutaaflétting beitar
hleypti þeim svo upp.
Svo jókst fjárstofninn á ný og Höfði
breyttist úr blönduðu búi í hreint
sauðfjárbú, sem dugði til að halda aftur
af frekari útbreiðslu skógarins í um 40 ár.
Yngsti hluti skógarins hóf því ekki vöxt
fyrr en þeirri beit var aflétt um 1990, en er
nú orðinn stærsti hluti birkiskógarins að
flatarmáli. Ég horfði á þann hluta skógarins
vaxa upp eftir komu mína á Höfða (9.
mynd). Lengi vel var hann jafnaldra, sem
þýðir að öll trén hófu vöxt á sama tíma,
væntanlega upp af plöntum sem leyndust
12. mynd. Spói flýgur yfir skógarjaðri þar sem hann á hreiður. Mynd: ÞE