Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 84
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202084
innar var kortlagt m.t.t. gróðurs, fornleifa
o.fl. og gerð var ræktunaráætlun. Teknar
voru ákvarðanir um að raska ekki votlendi
eða birkiskógi, gróðursetja ekki í fornleifar
og að skilja eftir hluta mólendisins. Þá var
ákvörðunin um að endurheimta Höfðavatn
og votlendið umhverfis það ekki síst
afdrifarík fyrir lífríkið. Svo eru alltaf svæði
sem ekki er hægt að rækta skóg á, svo sem
klappir, land sem liggur hátt yfir sjávarmáli
og annað óaðgengilegt land.
Útkoman eftir tæplega 30 ár er ekki
síst sú að ný vídd hefur bæst í landslagið,
þ.e.a.s. lóðrétt vídd gróðurs (13. mynd).
Áður var allt landið beitt og aðeins lítið
svæði með lágvöxnum birkiskógi. Gróður
var snöggur, landið nánast allt berangur.
Munur á ásýnd þurrlendis og votlendis var
lítill. Tilkoma trjágróðurs breytti því. Á
það jafnt við um ræktaða skóga og aukna
útbreiðslu birkis og víðirunna í votlendinu.
Á Héraði er gulvíðir síst lægri í loftinu en
birki.
gáfu. Eitthvað seinna lærði fólk svo að lita
leirinn mismunandi litum og gefa honum
gljáa. Að því kom að listrænn hluti þess að
fást við leir varð stundum nytjahlutanum
yfirsterkari.
Mósaík er það kallað þegar mislitum
leirplötum er raðað saman og þannig búin
til mynd. Þessi grein leirlistar er a.m.k.
4.000 ára gömul og til eru stórkostleg
mósaíklistaverk frá tímum Forngrikkja og
Rómverja. Mósaík er líka ágætis orð til
að lýsa því sem gerist þegar ákveðið er að
taka land til skógræktar og endurheimtar.
Land sem áður var tiltölulega einsleitt
verður fjölbreyttara hvað varðar gróður,
dýralíf, nýtingu og ásýnd. Landið sem ég
geng um og lýst er hér að ofan er mósaík.
Það er að hluta skapað af fólki og að hluta
verður það til við framvinduferli í náttúr-
unni.
Jörðin Höfði var keypt til að rækta
þar skóg, ekki hvað síst til að stunda
skógræktarrannsóknir. Láglendi jarðar-
18. mynd. Horft til Sandfells. Langt er í að skógur skemmi útsýni á Höfða. Mynd: ÞE