Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 90
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202090
Áhrif Matthíasar
Jochum dáði föðurbróður sinn Matthías
Jochumsson, sem fæddist í Skógum 1835,
og var kominn á þrítugsaldurinn þegar
Matthías dó en þann 18. nóvember 2020
verður öld liðin frá andláti hans.
Skógabærinn stóð uppi á hjöllum utar
í firðinum. Matthías var á tólfta ári þegar
hann fór þaðan, fyrr en hann hefði sjálfur
kosið. Ljóst er af ljóðum og skráðum
hugleiðingum hans að hann var tengdur
staðnum tilfinningaböndum.
Þegar hann sótti Skóga heim í síðasta
sinn á 78. aldursári saknar hann „bjark-
anna í bernskuskógunum“2. Tilfinningar
hans til skógarins birtast í þessari bæn:4
Friði drottinn fjörðinn minn
fósturbyggð og þingstaðinn,
blessi lýð og landsins plóg,
og lífgi við minn gamla skóg.
einnig hafði stundað nám í Danmörku, og
fyrsta íslenska landslagsarkitektinn, Jón
H. Björnsson, sem stofnaði gróðrarstöðina
Alaska 1953.
Jochum plantaði fleiri trjátegundum
sem of langt mál yrði að kynna hér til
leiks. Þetta var tími tilraunastarfsemi með
innflutning tegunda og þekkti Jochum vel
til þeirra sem ruddu þá braut. Fjallaþöll
sem hann plantaði um 1960 eða fljótlega
upp úr því er einkar tilkomumikil. Fræ
hennar hafa spírað vel hjá gróðrarstöðvum
á Akureyri og í Mosfellsdal og á hún því nú
þegar nokkra afkomendur í Skógum.
Tímamót urðu 1959 þegar hann fékk
styrk frá Skógrækt ríkisins til að friða
meira land ofan við veginn. Þetta gerði
honum kleift að girða af stórt svæði við
uppeldisstöðina og hefjast þannig handa
við eiginlega skógrækt og að verja leifar af
birkiskóginum fyrir beit.
3. mynd. Böðvar Jónsson, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóg, og Hafberg
Þórisson í Lambhaga afhjúpa minningarskjöld. Mynd: HÞ