Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 91

Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 91
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 91 Sú merka kona Sesselía Helgadóttir,1 sem síðast bjó í Skógum, var þá enn á lífi og var henni gefið það svigrúm sem hún taldi sig þurfa áður en gengið yrði frá afsali. Það er svo 1981 sem bahá’í samfélagið hefst handa við umhirðu þess skógar sem fyrir var og við frekari skógrækt. Í fyrstu var unnið út frá skóginum sem Jochum hafði lagt grunn að en svo færðist áherslan sunnar í landið. Það markaði þáttaskil þegar samstarf við Skjólskóga komst á 2005. Þá kom Arnlín Óladóttir skógfræðingur að faglegri umsjón með ræktunarstarfinu og hefur samstarfið við hana verið gjöfult og farsælt. Hún vann einnig fyrstu kerfisbundnu úttektirnar á eldri skóginum. Sunnan við gamla bæjarstæðið hafa verið friðaðir 86 ha innan skógræktar- girðingar. Á síðasta ári var gengið frá samningi við Skógræktina til 40 ára sem byggir á eldri samningi frá 2005 við Skjólskóga. Byggt á byrjunarverki Jochums Fyrir Jochum var skógrækt tilbeiðsla. Hann komst í snertingu við boðun Bahá’u’lláh og var meðal fyrstu bahá’ía hér á landi. Hjá honum vaknaði sú von að það samfélag hefði skilning á tilgangi ræktunarstarfsins og myndi taka við kyndlinum. Þess má geta að einn af virtustu frumkvöðlum í skógrækt á heimsvísu, Richard St. Barbe Baker,5 var einnig bahá’í trúar. Jochum lést 1966, sextán árum eftir að hann hófst handa við skógrækt í Skógum. Í erfðaskrá ánafnaði hann bahá’í samfélaginu Skógajörðina og lýsti þeim vilja sínum að „haldið verði áfram byrjunarverki mínu og ræktunarstarfsemi í Skógalandi“. Bahá’í samfélagið var veikburða á þessum tíma og ekki í stakk búið til að hefjast tafarlaust handa. Fyrsta Landsþing bahá’ía á Íslandi var haldið 1972 þar sem kosið var til andlegs þjóðarráðs í fyrsta sinn, eins og gert hefur verið ár hvert síðan. 4. mynd. Tré ársins glæsilegt á útnefningardegi. Mynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.