Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 95
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 95
Guðmundsdóttir, hafa stundað skógrækt
á Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit um langt
árabil. ,,Þau hófu skógrækt 1983 og
gerðu svo samning við Norðurlandsskóga
þegar þeir byrjuðu. Það var kannski ekki
rosalega mikið gróðursett á hverju ári en
alltaf eitthvað,“ segir Sigríður Hrefna sem
tók þátt í skógræktarstarfi fjölskyldunnar
frá barnsaldri. „Í byrjun var þetta ekkert
rosalega vinsælt því að það voru nýttir þeir
dagar á sumrin sem fóru ekki í heyskap
þannig að oft voru þetta kaldir og blautir
dagar,“ segir hún og hlær.
Heimsending á jólatrjám
Með árunum lærði hún æ betur að meta
ávexti erfiðisins, ekki síst þegar trén fóru að
Skógræktarfélag Eyfirðinga fagnar 90 ára
afmæli sínu á þessu ári en það var stofnað
af nokkrum áhugamönnum um skógrækt
í maímánuði árið 1930. Þó að formlegum
hátíðarhöldum hafi verið slegið á frest
vegna kórónuveirufaraldursins, er margt
á döfinni hjá félaginu sem ber þennan
virðulega aldur vel. Í vor tók ung og öflug
kona, Sigríður Hrefna Pálsdóttir, við
formennsku í félaginu af Ólafi Thoroddsen
sem hafði gegnt henni undanfarin fimm ár.
Blaðamaður hitti Sigríði Hrefnu á fallegum
haustdegi í Kjarnaskógi og forvitnaðist um
hana og sýn hennar á félagið.
Sigríður Hrefna á ekki langt að sækja
skógræktaráhugann því að foreldrar
hennar, Páll Ingvarsson og Anna
Í skógrækt frá barnæsku
Sigríður Hrefna Pálsdóttir tók við formennsku í Skógræktarfélagi Eyfirðinga í vor en margt er á döfinni hjá félaginu
sem fagnar 90 ára afmæli á árinu. Mynd: EÖJ