Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 103
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 103
olli miklu tjóni í birki. Vel heppnaður
innflutningur á vesputegund leysti þennan
vanda.
Því næst var haldið til kosninga. Jónatan
Garðarsson var endurkjörinn formaður
félagsins. Úr stjórn áttu að ganga Sigrún
Stefánsdóttir og Laufey B. Hannesdóttir
og gaf hvorug kost á sér áfram. Í þeirra
stað voru kosnar inn Nanna Sjöfn Péturs-
dóttir frá Skógræktarfélagi Bíldudals og
Berglind Ásgeirsdóttir frá Skógræktarfélagi
Suðurnesja. Varastjórn var endurkosin
óbreytt og í henni sitja Kristinn H.
Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Kópavogs,
Valgerður Auðunsdóttir, Skógræktarfélagi
Árnesinga og Björn Traustason, Skógræktar-
félagi Mosfellsbæjar.
Að kosningum loknum kvað Ingólfur
Jóhannsson, framkvæmdastjóri
svo borin upp til samþykktar og voru
hvoru tveggja samþykkt. Ein tillaga að
ályktun var lögð fyrir fundinn, um lífrænar
varnir í skógrækt og var hún samþykkt. Er
hún svohljóðandi:
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands
2020, haldinn í Reykjavík þann 5.
september, skorar á Skógræktina að beita
lífrænum vörnum til að takast á við nýja
skaðvalda sem flust hafa til landsins á
síðustu árum. Er hér einkum vitnað til
affalla í birki- og víðitegundum vegna
kembu, hélu og asparglyttu. Í nágranna-
löndum Íslands þar sem þessar tegundir eru
landlægar virðast þær ekki valda umtals-
verðu tjóni og er líklegasta skýringin á því
tilvist náttúrulegra óvina þessara tegunda.
Rétt er að benda á fordæmi frá Kanada þar
sem birkikemban, sem er evrópsk tegund,
Sigrún Stefánsdóttir (t.v.) og Laufey B. Hannesdóttir (t.h.) gengu báðar úr stjórn eftir margra ára setu og færði Jónatan
Garðarsson þeim blómvönd með þökkum frá Skógræktarfélagi Íslands. Á bak við þau má sjá Óskar Guðmundsson
fundarstjóra og Guðríði Helgadóttur fundarritara. Mynd: RF